Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. nóvember 2022 00:12
Brynjar Ingi Erluson
Belgía tapaði síðasta leik fyrir HM - Salah lagði upp
Egyptar unnu Belgíu
Egyptar unnu Belgíu
Mynd: EPA
Belgíska landsliðið tapaði síðasta leik sínum fyrir HM í Katar en liðið beið lægri hlut fyrir Egyptalandi í vináttulandsleik, 2-1.

Það var mikið fjör í fyrri hálfleiknum. Michy Batshuayi féll í teignum snemma leiks en domarinn lét leikinn halda áfram. Þá átti framherjinn skot í stöng stuttu síðar.

Egyptar tóku við sér eftir það og ógnuðu marki Belga áður en þeir brutu ísinn með góðu marki. Mohamed Salah lagði síðan upp annað markið fyrir Trezeguet.

Lois Openda minnkaði muninn fyrir Belgíu í síðari hálfleiknum en lengra komst liðið ekki og lokatölur 2-1 fyrir Egyptalandi.

Þetta var síðasti leikur Belgíu fyrir HM en liðið spilar í F-riðli með Kanada, Marokkó og Króatíu. Fyrsti leikurinn er gegn Kanada á miðvikudag.

Kamerún gerði 1-1 jafntefli við Panama á meðan Serbía vann 5-1 stórsigur á Barein. Dusan Tadic skoraði tvö og lagði upp eitt á meðan Dusan Vlahovic lagði upp tvö og skoraði eitt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner