Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 20. apríl 2024 17:08
Haraldur Örn Haraldsson
Ómar Ingi: Þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari karlaliðs HK var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði 2-0 fyrir FH í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Hundfúlt að hleypa þeim í forystu miðað við hvernig markið var, þannig þetta er bara hundfúlt."

HK hélt FH í skefjum lengi vel en sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska í dag.

„FH-ingar gerðu okkur bara erfitt fyrir, þeir eru góðir og við áttum erfitt með að komast bakvið þá. Þannig ætli hrósið verði ekki að fara til þeirra varðandi það. Þeir voru þéttir og fljótir til baka þannig við áttum erfitt með að komast í góðar stöður. Þannig að við komum okkur ekkert í mikið betri stöður heldur en að andstæðingurinn leyfir, og þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt í dag. Sem er kannski svolítið öðruvísi en mörkin sem við fengum á okkur."

HK er aðeins með 1 stig úr fyrstu þremur leikjunum og það þarf að breytast ef þeir ætla að bjarga sér frá falli í haust.

„Við þurfum bara að snúa bökum saman og vinna í þessu saman. Við þurfum að vera aðeins hugmyndaríkari fram á við af því okkur hefur gengið aðeins erfiðlega að koma okkur í ákjósanleg færi, en á sama skapi þá erum við of gjarnir að slökkva á okkur eins og í þessum mörkum. Fram að markinu þá er ekkert að gerast og þetta var ekkert í fyrsta skipti sem þessi sending, þessi hreyfing, þessi hlaup komu. Mér fannst við bara kljást við það fram að markinu bara nokkuð vel, og við gefum engin brjáluð færi á okkur þó að þeir hafi verið að skjóta úr hinum og þessum stöðum. Það er bara ekki hægt að slaka á eða slökkva á sér í leik gegn FH það er bara raunin."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner