Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   mán 20. maí 2024 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var að vonum gríðarlega ánægður með fyrsta sigur liðsins í deildinni í sumar þegar liðið lagði Fylki af velli á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fylkir

„Þetta er æðislegt. Þetta var spennandi leikur. Við erum búnir að vinna tvo í röð og skorum fjögur mörk en það var kannski óþarfa stress á tímapunkti í seinni hálfleik," sagði Haddi.

KA var með góða forystu í hálfleik en Fylkismenn komu sterkir inn í síðari hálfleikinn.

„Við mætum ótrúlega flottir í leikinn. Spilum frábæran fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk og eigum skot í slá. Síðan gerist það í seinni hálfleik að þeir gera þrjár skiptingar og skipta um kerfi. Þeir skora því miður snemma og það kemur smá hræðslutilfinning hjá okkur, kannski út af genginu undanfarið," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson lagði upp fjórða mark liðsins en hann hefur farið hægt af stað með KA.

„Það er æðislegt. Hann gerði mjög vel eftir að hafa komið inn á. Hann sér hlutina á háu leveli. Hann kemur inn á og leggur sig fram, ég er mjög ánægður með frammistöðuna hans í dag," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner
banner