Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   mán 20. maí 2024 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var að vonum gríðarlega ánægður með fyrsta sigur liðsins í deildinni í sumar þegar liðið lagði Fylki af velli á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fylkir

„Þetta er æðislegt. Þetta var spennandi leikur. Við erum búnir að vinna tvo í röð og skorum fjögur mörk en það var kannski óþarfa stress á tímapunkti í seinni hálfleik," sagði Haddi.

KA var með góða forystu í hálfleik en Fylkismenn komu sterkir inn í síðari hálfleikinn.

„Við mætum ótrúlega flottir í leikinn. Spilum frábæran fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk og eigum skot í slá. Síðan gerist það í seinni hálfleik að þeir gera þrjár skiptingar og skipta um kerfi. Þeir skora því miður snemma og það kemur smá hræðslutilfinning hjá okkur, kannski út af genginu undanfarið," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson lagði upp fjórða mark liðsins en hann hefur farið hægt af stað með KA.

„Það er æðislegt. Hann gerði mjög vel eftir að hafa komið inn á. Hann sér hlutina á háu leveli. Hann kemur inn á og leggur sig fram, ég er mjög ánægður með frammistöðuna hans í dag," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner
banner