Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   sun 20. júní 2021 19:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Grétars: Þurfum að skoða hvort Stubbur taki víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tapaði gegn Val með einu marki gegn engu á Dalvíkurvelli í dag. Arnar Grétarsson þjálfari KA var að vonum svekktur eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Valur

KA menn byrjuðu af krafti en náðu ekki að nýta færin sín

.,Þetta er svekkjandi. Tvö góð lið að spila og við byrjum aðeins betur en Valur, en það sem skilur á milli í leikjum að nýta færin, við fengum svo sannarlega færin til að skora í þessum leik. Þeir fengu líka færi eftir föst leikatriði."

Valsmenn komu sterkari inn í síðari hálfleikinn að mati Arnars.

„Í seinni hálfleik þá fannst mér Valsmenn vera sterkari. Fá víti en Stubbur gerir vel þar. Þar er sofandaháttur, kemur upp úr innkasti þar sem við köstum á mann sem er sofandi og Arnór Smára fær boltann og sendir hann í gegn."

„Það sem er enn meira svekkjandi er hvernig markið kom. Að Patrick Pedersen hafi skorað á fjarstöng. Það var búið að ræða það vel fyrir leik að hann droppar alltaf á fjær að vera vakandi fyrir því."

KA klikkaði á tveimur vítaspyrnum í dag og hafa þeir því klúðrað fjórum vítaspyrnum í röð. Stubbur, markvörður liðsins hefur lýst yfir áhuga á að taka víti. Mun hann taka það næsta?

„Við þurfum að skoða það. Ég er ekki farinn að hugsa um það hver tekur víti. Auðvitað er gríðarlega svekkjandi að vera búnir að klúðra fjórum vítum það telur. Við hefðum geta farið með eitt mark yfir í hálfleik, þá hefðum við verið með svolítið breyttan leik."
Athugasemdir
banner