Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 20. júní 2024 23:06
Kjartan Leifur Sigurðsson
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég einstaklega ánægður, þetta var okkar fyrsti heimasigur. Við höfum verið góðar og frammistöðurnar hafa verið massívar og í dag vorum við einnig frábærar og fengum loksins það sem við eigum skilið. Ég gæti ekki verið stoltari af stelpunum, þær eru magnaðar." Segir John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 2-1 sigur á Breiðablik í Bestu deild kvenna í kvöld. Víkingur er fyrsta liðið til að vinna Blikana í sumar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Breiðablik

Lykillin að sigri Víkings í dag var ákefðin, orkan og baráttugleðin í liðinu. Klisjulegt að segja þetta en hugsanlega vildi Víkingur þetta bara meira.

„Þetta var blanda af þessum þáttum og svo bara gæðum. Við breyttum ákveðnum hlutum frá því gegn Tindastóli og þannig er fótboltinn. Þetta var frábært. Við leggjum okkur alltaf allar fram hérna á þessum velli. Við erum með bestu stúku landsins að mínu mati. Með þessi gæði í liðinu er yndislegt að horfa á þetta."

Fyrstu mínutur leiksins spiluðu Blikar óaðfinnanlega en svo gerist það að Agla María meiðist og þá taka Víkingar öll völd á vellinum.

„Hún er frábær leikmaður og maður vill aldrei sjá frabæra leikmenn meiðast. Við biðjum til guðs að það sé í lagi með hana. Auðvitað hafði þetta mikil áhrif. Þegar maður missir leikmann eins og Öglu þá mun það hafa áhrif á leikinn. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að pæla í, Nik verður að hafa áhyggjur af þessu. Okkar leikmann gerðu félagið stolt í dag."
Athugasemdir
banner
banner