Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
Halli Hróðmars: Hvernig við vörðumst fyrir framan markið var til fyrirmyndar
Donni: Við vorum með vitlaust leikplan
Elísa Lana: Boltinn þurfti að detta inn í dag
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
   fim 20. júní 2024 23:06
Kjartan Leifur Sigurðsson
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég einstaklega ánægður, þetta var okkar fyrsti heimasigur. Við höfum verið góðar og frammistöðurnar hafa verið massívar og í dag vorum við einnig frábærar og fengum loksins það sem við eigum skilið. Ég gæti ekki verið stoltari af stelpunum, þær eru magnaðar." Segir John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 2-1 sigur á Breiðablik í Bestu deild kvenna í kvöld. Víkingur er fyrsta liðið til að vinna Blikana í sumar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Breiðablik

Lykillin að sigri Víkings í dag var ákefðin, orkan og baráttugleðin í liðinu. Klisjulegt að segja þetta en hugsanlega vildi Víkingur þetta bara meira.

„Þetta var blanda af þessum þáttum og svo bara gæðum. Við breyttum ákveðnum hlutum frá því gegn Tindastóli og þannig er fótboltinn. Þetta var frábært. Við leggjum okkur alltaf allar fram hérna á þessum velli. Við erum með bestu stúku landsins að mínu mati. Með þessi gæði í liðinu er yndislegt að horfa á þetta."

Fyrstu mínutur leiksins spiluðu Blikar óaðfinnanlega en svo gerist það að Agla María meiðist og þá taka Víkingar öll völd á vellinum.

„Hún er frábær leikmaður og maður vill aldrei sjá frabæra leikmenn meiðast. Við biðjum til guðs að það sé í lagi með hana. Auðvitað hafði þetta mikil áhrif. Þegar maður missir leikmann eins og Öglu þá mun það hafa áhrif á leikinn. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að pæla í, Nik verður að hafa áhyggjur af þessu. Okkar leikmann gerðu félagið stolt í dag."
Athugasemdir
banner
banner