Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 20. september 2022 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Geggjað að fá Alfreð, Aron og Guðlaug Victor aftur í hópinn - „Þeir eru til staðar fyrir alla"
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í hópinn
Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í hópinn
Mynd: KSÍ
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er spenntur fyrir landsliðsverkefninu, sem er nú þegar hafið. Örvar Jens Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net í Austurríki, ræddi við landsliðsmenn í Vín í dag.

Hópurinn kom saman í gær og hefur æft síðustu tvo daga en fyrst mun liðið mæta Venesúla í vináttuleik á fimmtudag áður en spilaður er mikilvægur leikur við Albaníu í Þjóðadeildinni.

Jón Dagur talaði um leikina sem framundan eru í viðtali við Fótbolta.net en það er eini fjölmiðillinn sem fylgir íslenska liðinu eftir í Austurríki.

„Bara mjög gaman. Alltaf gaman að hitta hópinn, spennandi tímar og skemmtilegt verkefni framundan."

„Ég veit ekki alveg hvernig byrjunarliðið verður en þetta er bara undirbúningur fyrir Albaníuleikinn. Það er markmiðið með þessum leik að byrja undirbúninginn þar en ég veit náttúrulega ekki hvernig byrjunarliðið verður."

„Ég get ekki sagt það en auðvitað vill maður alltaf spila."


Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson eru mættir aftur í hópinn eftir dágóða fjarveru. Jón Dagur er ánægður að fá þá inn og segir hann að þetta geti hjálpað liðinu til muna.

„Í rauninni ekki. Það skiptir auðvitað smá máli hvernig það gengur inn á vellinum. Ég myndi segja, eins og við höfum farið yfir, þá erum við ekki búnir að fá úrslitin sem við viljum en það hefur ekki myndast slæmst andrúmsloft innan hópsins eða neitt þannig. Við erum bara að móta nýtt lið og fá þá inn er bara snilld."

„Auðvitað eru þeir með gríðarlega mikla reynslu og geta hjálpað öllum leikmönnunum. Þeir eru til staðar fyrir alla en ég myndi ekki segja að æfingarnir eru öðruvísi en bara geggjað að fá þá inn,"
sagði Jón Dagur við Fótbolta.net en hann ræddi meðal annars um félagaskipti sín til Leuven og belgíska fótboltann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner