Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
   mið 20. september 2023 20:52
Sölvi Haraldsson
Maggi: Svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður mjög vel. Gott að vera komnir með forystu en það er bara hálfleikur. Þetta er í fyrsta sinn á þjálfaraferlinum mínum þar sem ég get ekki fagnað eftir sigurleik. Það er nóg eftir og við getum gert betur. Við þurfum bara að mæta svona gíraðir í leikinn á sunnudaginn.“ sagði Magnús Már eftir 2-1 sigur gegn Leikni í Breiðholtinu í dag. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Afturelding

Magnús var mjög sáttur með leik sinna manna í dag og tekur undir það að þetta hafi verið fagmannlega gert hjá þeim í dag.

„Það var klárlega mikil fagmennska í þessu hjá okkur í dag. Mér fannst varnarleikurinn frábær, þeir náðu ekki að skapa sér mörg færi í leiknum en Yevgen varði líka mjög vel á köflum. Við fengum samt líka fullt af stöðum og færum til að bæta við en tvö mörk og vinna á erfiðum útivelli er bara flott.“

Magnús var síðan spurður hvort Afturelding munu koma öðruvísi inn í leikinn á sunnudaginn en þeir gerðu í dag.

„Það eru bara 10 mínútur síðan leikurinn kláraðist. Við eigum bara eftir að skoða það. Við erum að spila á heimavelli þannig við þurfum að halda betur í boltann þar. Við hefðum getað gert það betur líka í dag. Völlurinn var samt smá erfiður. Þetta var samt fínt hjá strákunum. Mikil trú og fagmennska. Það er það sem skilaði þessu í höfn.“

Magnús kemur þá einnig inn á það að hann vonar að þeir fái svipaðan stuðning á sunnudaginn. Hann var sáttur með stuðninginn sem Afturelding fékk í dag.

Í seinni hálfleik kom upp mjög óheppilegt atvik beint fyrir framan varamannabekk Aftureldingar þegar Andi Hoti virtist hafa rotast eftir að hafa fengið högg í höfuðið eftir tæklingu. 

Algjört óviljaverk. Þeir skella saman og hann fær hnéið beint í andlitið eftir tæklingu. Leiðinlegt að sjá þetta. Andi spilaði með okkur í fyrra og er frábær leikmaður og það var mjög leiðinlegt að sjá hann þurfa fara af velli. Hrós á sjúkraþjálfara beggja liða sem gerðu vel og brugðust hratt við. Vonandi nær hann sér samt sem fyrst því maður vill að allir leikmenn séu með í leikjunum og hann er frábær leikmaður.“

Það hefur verið mikið í umræðunni um að leikmenn taki með sér gulu spjöldin inn í umspilið úr hefðbundri keppni. Rasmus var auðvitað í banni í seinustu umferð deildarinnar en það hafa margir velt því fyrir sér hvort hann hafi viljandi fengið spjald í umferðinni á undan til þess að geta náð umspilinu. Magnús er með skoðun þessum hlutum en vill ekki segja hana strax. 

Það skiptir engu. Reglurnar eru svona, það gleymdist að breyta þeim og við verðum að ráða við það. Það sluppu allir í dag þannig það er enginn að fara í bann hjá okkur fyrir næsta leik. Þetta er eitthvað sem við getum ekki stjórnað en eftir tímabil tek ég kannski lengri ræðu um þetta. Ég hef ákveðna skoðun á þessu. En staðan er svona núna og reglurnar eru svona.

Magnús fannst einnig 2-1 gefa rétta mynd á leikinn.

Mér fannst þetta vera sanngjörn úrslit. Við sköpuðum okkur fleiri færi og fleiri stöður en svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta. Mér fannst við gera þetta vel og fínt veganesti inn seinni leikinn. Það er bara hálfleikur í þessu stríði og við þurfum að klára þá á sunnudaginn.“ sagði Magnús Már, þjálfari Aftureldingar að lokum eftir 2-1 sigur í Breiðholtinu gegn Leikni.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner