Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
banner
   mið 20. september 2023 20:52
Sölvi Haraldsson
Maggi: Svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður mjög vel. Gott að vera komnir með forystu en það er bara hálfleikur. Þetta er í fyrsta sinn á þjálfaraferlinum mínum þar sem ég get ekki fagnað eftir sigurleik. Það er nóg eftir og við getum gert betur. Við þurfum bara að mæta svona gíraðir í leikinn á sunnudaginn.“ sagði Magnús Már eftir 2-1 sigur gegn Leikni í Breiðholtinu í dag. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Afturelding

Magnús var mjög sáttur með leik sinna manna í dag og tekur undir það að þetta hafi verið fagmannlega gert hjá þeim í dag.

„Það var klárlega mikil fagmennska í þessu hjá okkur í dag. Mér fannst varnarleikurinn frábær, þeir náðu ekki að skapa sér mörg færi í leiknum en Yevgen varði líka mjög vel á köflum. Við fengum samt líka fullt af stöðum og færum til að bæta við en tvö mörk og vinna á erfiðum útivelli er bara flott.“

Magnús var síðan spurður hvort Afturelding munu koma öðruvísi inn í leikinn á sunnudaginn en þeir gerðu í dag.

„Það eru bara 10 mínútur síðan leikurinn kláraðist. Við eigum bara eftir að skoða það. Við erum að spila á heimavelli þannig við þurfum að halda betur í boltann þar. Við hefðum getað gert það betur líka í dag. Völlurinn var samt smá erfiður. Þetta var samt fínt hjá strákunum. Mikil trú og fagmennska. Það er það sem skilaði þessu í höfn.“

Magnús kemur þá einnig inn á það að hann vonar að þeir fái svipaðan stuðning á sunnudaginn. Hann var sáttur með stuðninginn sem Afturelding fékk í dag.

Í seinni hálfleik kom upp mjög óheppilegt atvik beint fyrir framan varamannabekk Aftureldingar þegar Andi Hoti virtist hafa rotast eftir að hafa fengið högg í höfuðið eftir tæklingu. 

Algjört óviljaverk. Þeir skella saman og hann fær hnéið beint í andlitið eftir tæklingu. Leiðinlegt að sjá þetta. Andi spilaði með okkur í fyrra og er frábær leikmaður og það var mjög leiðinlegt að sjá hann þurfa fara af velli. Hrós á sjúkraþjálfara beggja liða sem gerðu vel og brugðust hratt við. Vonandi nær hann sér samt sem fyrst því maður vill að allir leikmenn séu með í leikjunum og hann er frábær leikmaður.“

Það hefur verið mikið í umræðunni um að leikmenn taki með sér gulu spjöldin inn í umspilið úr hefðbundri keppni. Rasmus var auðvitað í banni í seinustu umferð deildarinnar en það hafa margir velt því fyrir sér hvort hann hafi viljandi fengið spjald í umferðinni á undan til þess að geta náð umspilinu. Magnús er með skoðun þessum hlutum en vill ekki segja hana strax. 

Það skiptir engu. Reglurnar eru svona, það gleymdist að breyta þeim og við verðum að ráða við það. Það sluppu allir í dag þannig það er enginn að fara í bann hjá okkur fyrir næsta leik. Þetta er eitthvað sem við getum ekki stjórnað en eftir tímabil tek ég kannski lengri ræðu um þetta. Ég hef ákveðna skoðun á þessu. En staðan er svona núna og reglurnar eru svona.

Magnús fannst einnig 2-1 gefa rétta mynd á leikinn.

Mér fannst þetta vera sanngjörn úrslit. Við sköpuðum okkur fleiri færi og fleiri stöður en svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta. Mér fannst við gera þetta vel og fínt veganesti inn seinni leikinn. Það er bara hálfleikur í þessu stríði og við þurfum að klára þá á sunnudaginn.“ sagði Magnús Már, þjálfari Aftureldingar að lokum eftir 2-1 sigur í Breiðholtinu gegn Leikni.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner