Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
banner
   sun 20. október 2024 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu HK í Kórinn í kvöld þegar næst síðasta umferð Bestu deildar karla lauk í kvöld. 

Það leit lengi vel út fyrir að þessi leikur myndi enda jafn en þegar það var komið djúpt inn í uppbótartíma fundu HK sigurmark.


Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Fram

„Þetta var mjög sárt á síðustu sekúndu úr aukaspyrnu sem að ég veit ekki hvort að var aukaspyrna. Þetta var bara súrt og mér fannst við vera betra liðið allan leikinn." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram svekktur eftir tapið í kvöld.

„Við hefðum kannski getað skapað aðeins meira af færum. Mér fannst við allavega reyna að spila fótbolta með jörðinni og reyna að búa til góðar sóknir." 

„Ég er ánægður með strákana hvað þeir lögðu á sig. Mikill karakter í liðinu og bara erfiður leikur gegn liði sem er 'physical' og spilar mikið af löngum boltum upp á stóra sentera og það er erfitt að verjast því. Þeir gerðu það bara vel en kannski ósanngjarnt að tapa þessu á þennan hátt." 

Stuttu fyrir sigurmark HK voru Fram allt annað en sáttir með að hafa ekki fengið boltann aftur frá HK eftir að hafa sparkað honum útaf til að huga að Guðmundi Magnússyni. 

„Við erum bara að reyna vera heiðarlegir í fótbolta og í þessu tilfelli þá ákveða þeir bara að spila honum ekki til baka og við spyrjum þjálfarateymið þeirra 'bíddu eruði ekki að grínast? Ætliði ekki að láta okkur fá hann til baka?' og þeir 'nei, við ætlum ekki að gera það' og héldu svo bara áfram að spila honum." 

„Þeir geta reynt að útskýra það og afsaka á hvaða hátt sem er. Þetta er bara mjög dapurt og þeir viðurkenndu það ekki einusinni eftir leikinn að þeir hefðu átt að láta okkur fá boltann. Þeir voru að reyna finna afsakanir fyrir því allir og úr varð eitthvað havarí þarna strax eftir leikinn, slagsmál og læti. Eitthvað af spjöldum á loft en þetta er bara ofboðslega dapurt og lélegt." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 26 9 7 10 40 - 47 -7 34
2.    KR 26 8 7 11 49 - 49 0 31
3.    Fram 26 8 6 12 37 - 45 -8 30
4.    Vestri 26 6 7 13 31 - 50 -19 25
5.    HK 26 7 4 15 34 - 64 -30 25
6.    Fylkir 26 4 6 16 29 - 59 -30 18
Athugasemdir
banner
banner