Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   sun 20. október 2024 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu HK í Kórinn í kvöld þegar næst síðasta umferð Bestu deildar karla lauk í kvöld. 

Það leit lengi vel út fyrir að þessi leikur myndi enda jafn en þegar það var komið djúpt inn í uppbótartíma fundu HK sigurmark.


Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Fram

„Þetta var mjög sárt á síðustu sekúndu úr aukaspyrnu sem að ég veit ekki hvort að var aukaspyrna. Þetta var bara súrt og mér fannst við vera betra liðið allan leikinn." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram svekktur eftir tapið í kvöld.

„Við hefðum kannski getað skapað aðeins meira af færum. Mér fannst við allavega reyna að spila fótbolta með jörðinni og reyna að búa til góðar sóknir." 

„Ég er ánægður með strákana hvað þeir lögðu á sig. Mikill karakter í liðinu og bara erfiður leikur gegn liði sem er 'physical' og spilar mikið af löngum boltum upp á stóra sentera og það er erfitt að verjast því. Þeir gerðu það bara vel en kannski ósanngjarnt að tapa þessu á þennan hátt." 

Stuttu fyrir sigurmark HK voru Fram allt annað en sáttir með að hafa ekki fengið boltann aftur frá HK eftir að hafa sparkað honum útaf til að huga að Guðmundi Magnússyni. 

„Við erum bara að reyna vera heiðarlegir í fótbolta og í þessu tilfelli þá ákveða þeir bara að spila honum ekki til baka og við spyrjum þjálfarateymið þeirra 'bíddu eruði ekki að grínast? Ætliði ekki að láta okkur fá hann til baka?' og þeir 'nei, við ætlum ekki að gera það' og héldu svo bara áfram að spila honum." 

„Þeir geta reynt að útskýra það og afsaka á hvaða hátt sem er. Þetta er bara mjög dapurt og þeir viðurkenndu það ekki einusinni eftir leikinn að þeir hefðu átt að láta okkur fá boltann. Þeir voru að reyna finna afsakanir fyrir því allir og úr varð eitthvað havarí þarna strax eftir leikinn, slagsmál og læti. Eitthvað af spjöldum á loft en þetta er bara ofboðslega dapurt og lélegt." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner