Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz til Bayerrn
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 20. október 2024 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsóttu HK í Kórinn í kvöld þegar næst síðasta umferð Bestu deildar karla lauk í kvöld. 

Það leit lengi vel út fyrir að þessi leikur myndi enda jafn en þegar það var komið djúpt inn í uppbótartíma fundu HK sigurmark.


Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Fram

„Þetta var mjög sárt á síðustu sekúndu úr aukaspyrnu sem að ég veit ekki hvort að var aukaspyrna. Þetta var bara súrt og mér fannst við vera betra liðið allan leikinn." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram svekktur eftir tapið í kvöld.

„Við hefðum kannski getað skapað aðeins meira af færum. Mér fannst við allavega reyna að spila fótbolta með jörðinni og reyna að búa til góðar sóknir." 

„Ég er ánægður með strákana hvað þeir lögðu á sig. Mikill karakter í liðinu og bara erfiður leikur gegn liði sem er 'physical' og spilar mikið af löngum boltum upp á stóra sentera og það er erfitt að verjast því. Þeir gerðu það bara vel en kannski ósanngjarnt að tapa þessu á þennan hátt." 

Stuttu fyrir sigurmark HK voru Fram allt annað en sáttir með að hafa ekki fengið boltann aftur frá HK eftir að hafa sparkað honum útaf til að huga að Guðmundi Magnússyni. 

„Við erum bara að reyna vera heiðarlegir í fótbolta og í þessu tilfelli þá ákveða þeir bara að spila honum ekki til baka og við spyrjum þjálfarateymið þeirra 'bíddu eruði ekki að grínast? Ætliði ekki að láta okkur fá hann til baka?' og þeir 'nei, við ætlum ekki að gera það' og héldu svo bara áfram að spila honum." 

„Þeir geta reynt að útskýra það og afsaka á hvaða hátt sem er. Þetta er bara mjög dapurt og þeir viðurkenndu það ekki einusinni eftir leikinn að þeir hefðu átt að láta okkur fá boltann. Þeir voru að reyna finna afsakanir fyrir því allir og úr varð eitthvað havarí þarna strax eftir leikinn, slagsmál og læti. Eitthvað af spjöldum á loft en þetta er bara ofboðslega dapurt og lélegt." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 10 7 10 44 - 48 -4 37
2.    KR 27 9 7 11 56 - 49 +7 34
3.    Fram 27 8 6 13 38 - 49 -11 30
4.    Vestri 27 6 7 14 32 - 53 -21 25
5.    HK 27 7 4 16 34 - 71 -37 25
6.    Fylkir 27 5 6 16 32 - 60 -28 21
Athugasemdir
banner
banner