Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   þri 21. maí 2024 22:46
Kári Snorrason
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsarar unnu sterkan sigur á HK í Kórnum fyrr í kvöld.
Jónatan Ingi skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks, Arnþór Ari jafnaði svo metin með skallamarki frá 25 metrum sannkallað skrípamark þar á ferðinni. Jónatan Ingi kom svo Völsurum aftur yfir skömmu síðar og þar við sat.
Haukur Páll aðstoðarþjálfari Vals kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

„Mjög ánægður að koma hingað og sækja þrjú stig. Þeir eru búnir að vera mjög öflugir í síðustu leikjum. Við þurftum að hafa fyrir þessu sem við vissum."

„Maður getur farið yfir öll mörk og fundið mistök, það er partur af fótbolta.
Þetta er hluti af þessu sporti við gerum mistök en við þurfum bara að halda áfram."


Gylfi Þór var ekki í leikmannahóp Vals í dag

„Hann er bara meiddur og fór í myndatöku, það verður að koma í ljós hvenær hann er klár. Ég veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki."

Jason Daði verður samningslaus eftir tímabilið, Haukur var spurður hvort Valur hefur heyrt í honum.

„Ekki svo ég viti, ég held að Valur skoði alla góða leikmenn. Það er allaveganna ekki eitthvað sem ég hef vitað af."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Athugasemdir
banner