Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   þri 21. maí 2024 22:46
Kári Snorrason
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsarar unnu sterkan sigur á HK í Kórnum fyrr í kvöld.
Jónatan Ingi skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks, Arnþór Ari jafnaði svo metin með skallamarki frá 25 metrum sannkallað skrípamark þar á ferðinni. Jónatan Ingi kom svo Völsurum aftur yfir skömmu síðar og þar við sat.
Haukur Páll aðstoðarþjálfari Vals kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

„Mjög ánægður að koma hingað og sækja þrjú stig. Þeir eru búnir að vera mjög öflugir í síðustu leikjum. Við þurftum að hafa fyrir þessu sem við vissum."

„Maður getur farið yfir öll mörk og fundið mistök, það er partur af fótbolta.
Þetta er hluti af þessu sporti við gerum mistök en við þurfum bara að halda áfram."


Gylfi Þór var ekki í leikmannahóp Vals í dag

„Hann er bara meiddur og fór í myndatöku, það verður að koma í ljós hvenær hann er klár. Ég veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki."

Jason Daði verður samningslaus eftir tímabilið, Haukur var spurður hvort Valur hefur heyrt í honum.

„Ekki svo ég viti, ég held að Valur skoði alla góða leikmenn. Það er allaveganna ekki eitthvað sem ég hef vitað af."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Athugasemdir