Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   sun 21. júní 2020 22:59
Stefán Marteinn Ólafsson
Jónatan Ingi: Mér fannst ég samt líka getað gert fullt betur
Jónatan Ingi Jónsson leikmaður FH
Jónatan Ingi Jónsson leikmaður FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tók á móti ÍA í kvöld á Kaplakrikavelli þegar 2. umferð Pepsi Max deildar karla kláraðist. Fyrir leikinn voru bæði lið með þrjú stig eftir sigur í fyrstu umferð og því mátti búast við hörkuleik. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Jónatan Ingi Jónsson FH yfir og eftir það varð þetta í raun aldrei spurning og FH sigraði í leiknum, 2-1.

„Þetta var erfiður leikur og við tókum þrjú stig, erum búnir að taka núna sex stig út tveimur erfiðum leikjum og það er bara mjög jákvætt." Sagði Jónatan Ingi Jónsson leikmaður FH og maður leiksins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 ÍA

„ Ég held við höfum verið þolinmóðir, 0-0 í hálfleik og síðan náðum við inn tveimur góðum mörkum og það hefði verið gott að fá þriðja markið en ÍA voru sterkir í dag og það er mjög sterkt að fá þrjú stig." 

ÍA fékk vítaspyrnu rétt fyrir lok leiks og viðurkennir Jónatan Ingi að það hafi smá stress farið um hópinn þegar Tryggvi Hrafn minkar muninn úr spyrnunni.
„Já, mér fannst við kannski aðeins missa fókusinn á þeim kafla leiksins og auðvitað hefðum við viljað halda hreinu og það er fullt sem við getum bætt og þetta er eitt að því sem við höfum þurft að bæta en það er bara að klára leiki." 

Jónatan Ingi var valinn maður leiksins og var að vonum sjálfur ánægður með eigin frammistöðu.
„Já, mér fannst ég gera ágætlega í dag en mér fannst ég samt líka getað gert fullt betur en ég er aðalega ánægður með að við höfum getað unnið leikinn, það skiptir mestu máli." 

„Óli leggur þetta allt mjög vel upp og við vissum alveg hvar okkar styrkleikar liggja og hvað við vildum reyna gera og mér fannst við gera það bara ágætlega, fáum einhver færi sem fara ekki inn og svo skorum við tvö góð mörk þannig þetta var bara mjög gott."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner