Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 21. september 2020 21:44
Arnar Laufdal Arnarsson
Eiður Smári: Fannst við aldrei lenda undir pressu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Fylkir og FH í 17. umferð Pepsi-Max deild karla en þar enduðu leikar með öruggum 1-4 sigri FH-inga.

"Ég er virkilega sáttur, sáttur með frammistöðuna, byrjuðum leikinn mjög vel fannst mér, sköpuðum okkur þó nokkuð af hálf færum, svo komum við út í seinni hálfleikinn og náðum bara klára þetta á stuttum kafla sem var ánægjulegt" Sagði Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  4 FH

FH-ingar skoruðu 4 mörk á 20 mínútna kafla, hvað fannst Eiði gerast þar hjá hans mönnum?

"Við náðum að pressa Fylkismennina aðeins framar svo er mjög þægilegt að skora mark úr föstu leikatriði sem kom okkur enn betur inn í leikinn og í rauninni að fá annað og þriðja markið með svona stuttu millibili klárar leikinn fyrir okkur í dag, við fáum jú á okkur mark en skorum svo stuttu eftir það þannig mér fannst við aldrei lenda undir mikilli pressu"

Arnór Borg Guðjohnsen leikmaður Fylkis og litli bróðir Eiðs spilaði allar 90 mínuturnar í dag, hvernig fannst Eiði að spila gegn honum?

"Bara yndislegt, ég vil að honum gangi sem best og ég hefði sennilega fyrirgefið honum ef hann hefði skorað eitt bara meðan að við vinnum"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner