Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   lau 21. september 2024 19:21
Sölvi Haraldsson
Aron Elís: Fannst við eiga að fá allavegana tvö víti
Aroni í úrslitaleiknum.
Aroni í úrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér líður ömurlega. Þetta var ekki nógu gott hjá okkur í dag en það er stutt á milli í þessu.“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, eftir 2-0 tap gegn KA í úrslitaleik Mjólkurbikars karla.


Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

Aron segir að þetta hafi hreinlega ekki verið dagurinn hjá Víkingum.

Þetta var off dagur hjá okkur í dag og við nýttum ekki færin. Mér fannst við eiga að fá allavegana tvö víti. Það er erfitt að segja það núna. Mér fannst þeir fara í Valda einu sinni í teignum og svo fer boltinn í hendina á þeim einu sinni. Við vorum off í dag og þetta var ekki alveg nógu gott.

Aron vildi meina að Víkingur átti að fá tvær vítaspyrnur í leiknum.

Valdi er á undan í boltann og Ívar hreinsar í burtu. Hann hreinsar Valda í burtu en ekki boltann. Svo kassa ég hann niður og mér fannst hann slá boltann. En auðvitað er létt að segja það inn á vellinum en svo lítur þetta öðruvísi út í sjónvarpinu.

Aron er ekki sáttur með mörkin sem Víkingur fékk á sig í dag.

Það er pirrandi að fá mörk á sig úr föstu leikatriði. Þeir sleppa einu sinni í gegn í fyrri hálfleik annar fannst mér við vera með stjórn á fyrri leiknum þrátt fyrir að skapa eitthvað rosalega mörg færi. Ég fæ eitt færi og svo skjótum við í stöngina.

Víkingar hafa í gegnum tíðina átt þessa keppni en hvernig er tilfinningin að tapa þessum úrslitaleik?

Það er miklu verri tilfinning. En ég vil óska KA til hamingju, þeir eru vel að þessu komnir. Þeir hafa gert vel í tvö ár að komast í úrslitin og þeir eru glaðir í dag.

Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner