Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
Hans Viktor magnaður: Mjög ánægður með þessa ákvörðun
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
Dagur: Hugsaði bara að fagna í geðveikinni
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu upp í hálsinn á mér"
Grímsi í geðshræringu - „Maður var gráti næst"
Aron Elís: Fannst við eiga að fá allavegana tvö víti
Daníel Hafsteins: Þá ertu helvíti líklegur
Bjarni Aðalsteins: Hann er kóngurinn, ég elska hann
Arnar Gunnlaugs: Stundum þarftu að finna fyrir sársaukanum
Jakob Snær: Tilfinningarnar eiga eftir að rigna meira yfir mann seinna
Ingvar Jóns: Þeir áttu sigurinn bara skilið
Viðar: Þakka stuðningsmannasveit Víkings fyrir mótíveringuna
Ívar Örn: Ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
John um mistökin: Tek hana í 99 skipti af 100
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Úlfur: Þeir henda einum af sínum bestu mönnum viljandi í bann
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
   lau 21. september 2024 19:21
Sölvi Haraldsson
Aron Elís: Fannst við eiga að fá allavegana tvö víti
Aron í baráttunni í úrslitaleiknum.
Aron í baráttunni í úrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér líður ömurlega. Þetta var ekki nógu gott hjá okkur í dag en það er stutt á milli í þessu.“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, eftir 2-0 tap gegn KA í úrslitaleik Mjólkurbikars karla.


Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

Aron segir að þetta hafi hreinlega ekki verið dagurinn hjá Víkingum.

Þetta var off dagur hjá okkur í dag og við nýttum ekki færin. Mér fannst við eiga að fá allavegana tvö víti. Það er erfitt að segja það núna. Mér fannst þeir fara í Valda einu sinni í teignum og svo fer boltinn í hendina á þeim einu sinni. Við vorum off í dag og þetta var ekki alveg nógu gott.

Aron vildi meina að Víkingur átti að fá tvær vítaspyrnur í leiknum.

Valdi er á undan í boltann og Ívar hreinsar í burtu. Hann hreinsar Valda í burtu en ekki boltann. Svo kassa ég hann niður og mér fannst hann slá boltann. En auðvitað er létt að segja það inn á vellinum en svo lítur þetta öðruvísi út í sjónvarpinu.

Aron er ekki sáttur með mörkin sem Víkingur fékk á sig í dag.

Það er pirrandi að fá mörk á sig úr föstu leikatriði. Þeir sleppa einu sinni í gegn í fyrri hálfleik annar fannst mér við vera með stjórn á fyrri leiknum þrátt fyrir að skapa eitthvað rosalega mörg færi. Ég fæ eitt færi og svo skjótum við í stöngina.

Víkingar hafa í gegnum tíðina átt þessa keppni en hvernig er tilfinningin að tapa þessum úrslitaleik?

Það er miklu verri tilfinning. En ég vil óska KA til hamingju, þeir eru vel að þessu komnir. Þeir hafa gert vel í tvö ár að komast í úrslitin og þeir eru glaðir í dag.

Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner