mán 21. nóvember 2022 13:09
Elvar Geir Magnússon
Arnar telur England ekki með nægilega góðan þjálfara til að vinna HM
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Getty Images
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er meðal sérfræðinga RÚV á HM og er að starfa í kringum leik Englands og Írans sem nú er í gangi.

Fyrir leikinn var Arnar spurður að því hvort enska liðið væri nægilega sterkt til að fara alla leið og vinna mótið.

„Það er mikið magn af hæfileikaríkum leikmönnum en maður setur spurningamerki við hæfileika þjálfarans. Mér finnst eins og hann hafi lesið allar kenningar og lært þær utanbókar en kunni ekki nægilega vel á þær. Hann nær ekki að lesa leikinn nægilega vel," sagði Arnar.

Hann telur að Gareth Southgate sé ekki nægilega öflugur til að gera England að heimsmeisturum og segir að hann hafi verið 'útþjálfaður' af Ítölum í úrslitaleik EM alls staðar.

„Hann er gríðarlega íhaldssamur. Það eru leikmenn inná sem eru ekki í nægilega góðu formi. Til að svara spurningunni þá held ég að þeir séu ekki með nægilega góðan þjálfara, og þetta byrjunarlið sé ekki nægilega gott, til að vinna HM."
Athugasemdir
banner
banner