Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   mán 22. apríl 2024 21:06
Hafliði Breiðfjörð
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Kvenaboltinn
Mynd: Hrefna Morthens
„Það er svo margt jákvætt hægt að taka út úr þessum leik. Ég er mjög ánægður því við vorum að keyra á þær," sagði Jonatahn Glenn þjálfari Keflavíkur eftir 3 - 0 tap úti gegn Breiðabliki í 1. umferð Bestu-deildar kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Það er margt jákvætt sem ég sá fyrir framtíðina. Við erum með marga unga leikmenn sem spiluðu í dag, Keflavíkurstelpur sem sýndu karakter, baráttu og gæði. Það er margt jákvætt úr leiknum."

Fóruð þið inn í þennan leik með þá trú að þið gætuð unnið leikinn?

„Algjörlega, við spiluðum við þær á undirbúningstímabilinu og þá lauk leiknum 2-1 og við vorum yfir eftir rúmlega klukkutíma leik. Við komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn. Við sköpuðum færi og pressuðum vel á þær. Þær eru með marga gæðaleikmenn og mörkin þeirra komu eftir færslur sem við getum unnið í að loka á. Það eru miklir hæfileikar í leikmannahópi Breiðabliks."

Hann var ekki alveg sáttur við Arnar Ingva Ingvarsson dómara leiksins.

„Nokkrum sinnum braut Breiðablik af sér til að stoppa hraðar sóknir okkar en það var aldrei flautað. Þær voru alltaf að gera þetta, vel valin brot til að stoppa okkur. Þegar við gerðum það var hinvegar strax flautað," sagði hann.

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner