Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   mán 22. apríl 2024 21:06
Hafliði Breiðfjörð
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Mynd: Hrefna Morthens
„Það er svo margt jákvætt hægt að taka út úr þessum leik. Ég er mjög ánægður því við vorum að keyra á þær," sagði Jonatahn Glenn þjálfari Keflavíkur eftir 3 - 0 tap úti gegn Breiðabliki í 1. umferð Bestu-deildar kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Það er margt jákvætt sem ég sá fyrir framtíðina. Við erum með marga unga leikmenn sem spiluðu í dag, Keflavíkurstelpur sem sýndu karakter, baráttu og gæði. Það er margt jákvætt úr leiknum."

Fóruð þið inn í þennan leik með þá trú að þið gætuð unnið leikinn?

„Algjörlega, við spiluðum við þær á undirbúningstímabilinu og þá lauk leiknum 2-1 og við vorum yfir eftir rúmlega klukkutíma leik. Við komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn. Við sköpuðum færi og pressuðum vel á þær. Þær eru með marga gæðaleikmenn og mörkin þeirra komu eftir færslur sem við getum unnið í að loka á. Það eru miklir hæfileikar í leikmannahópi Breiðabliks."

Hann var ekki alveg sáttur við Arnar Ingva Ingvarsson dómara leiksins.

„Nokkrum sinnum braut Breiðablik af sér til að stoppa hraðar sóknir okkar en það var aldrei flautað. Þær voru alltaf að gera þetta, vel valin brot til að stoppa okkur. Þegar við gerðum það var hinvegar strax flautað," sagði hann.

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir