"Ég er bara þakklátur fyrir þessi þrjú stig. Frammistaðan frá því að þeir skora fyrsta markið sitt var ólík því sem við höfum sýnt," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir nauman, en góðan, sigur gegn Fram í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 3 Fram
"Við byrjuðum mjög sterkt og hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik þar til þeir skora markið sitt. Þar er þeim afhent líflína sem þeir tóku," segir Óskar ennfremur og hrósar liðinu fyrir að klára leikinn með sigri.
"Við þjáðumst í seinni hálfleik og kláruðum þetta og það er dýrmætt. Stundum þurfa menn að grafa."
"Við þurfum auðmjúkir og bera virðingu fyrir því að það er ekki hlaupið að því að vinna fyrstu sjö leikina í deildinni. Það munu koma leikir og augnablik sem verða mjög erfið, sama hversu ágætt lið þú ert með. Hingað til hefur liðið lifað af þau augnablik."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.