Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 22. júlí 2018 21:43
Egill Sigfússon
Óli Kristjáns: Castillion er í Hollandi, er að verða faðir
Óli var alls ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld
Óli var alls ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
FH tapaði 4-1 fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld í 13. umferð Pepsí-deildar karla. Ólafur Kristjánsson þjálfari FH sagði spilamennskuna alls ekki nógu góða og var að vonum ósáttur við að tapa svona mikilvægum leik með þremur mörkum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

„Það segir sig sjálft að þegar þú tapar 4-1 er spilamennskan ekki nægilega góð, það er ekki hægt að týna til eitthvað sem er gott þegar þú færð svona skell."

Gunnleifur Gunnleifsson markmaður Breiðabliks átti stórkostlegan leik og Ólafur hrósaði honum í hástert og sagði hann ástæðu þess að þeir skoruðu ekki fleiri mörk.

„Við eigum í byrjun frábært skot sem Gulli ver. Þegar við erum að reyna enn og aftur að setja á þá er elsti og ef ekki besti markmaðurinn í deildinni frábær í rammanum og heldur þeim inn í leiknum."

FH er búið að fá á sig 10 mörk eftir föst leikatriði í sumar og eftir að þeir fengu á sig annað markið þá var liðið afskaplega opið að sögn Ólafs.

„Við fáum á okkur tíunda markið í sumar úr föstu leikatriði og eftir það var orðið rosalega einfalt fyrir þá að fara í gegnum okkur sem mér fannst mjög fúlt."

Geoffrey Castillion var ekki í leikmannahópi FH í kvöld og eru háværar sögusagnir um að hann sé á leið aftur til Víkings. Ólafur sagði frá því að Geoffrey sé að verða faðir og fékk frí til að fara heim og vera viðstaddur fæðinguna en útilokaði ekki að hann væri á förum.

„Geoffrey er í Hollandi núna þar sem á að setja konuna hans á stað á mánudag eða þriðjudag og hann fékk leyfi til að fara og vera viðstaddur, þess vegna var hann ekki með í dag. Svo hafa verið einhverjar sögusagnir um að hann sé á förum en við skulum sjá hvað setur."
Athugasemdir
banner