Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 22. júlí 2018 21:43
Egill Sigfússon
Óli Kristjáns: Castillion er í Hollandi, er að verða faðir
Óli var alls ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld
Óli var alls ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
FH tapaði 4-1 fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld í 13. umferð Pepsí-deildar karla. Ólafur Kristjánsson þjálfari FH sagði spilamennskuna alls ekki nógu góða og var að vonum ósáttur við að tapa svona mikilvægum leik með þremur mörkum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

„Það segir sig sjálft að þegar þú tapar 4-1 er spilamennskan ekki nægilega góð, það er ekki hægt að týna til eitthvað sem er gott þegar þú færð svona skell."

Gunnleifur Gunnleifsson markmaður Breiðabliks átti stórkostlegan leik og Ólafur hrósaði honum í hástert og sagði hann ástæðu þess að þeir skoruðu ekki fleiri mörk.

„Við eigum í byrjun frábært skot sem Gulli ver. Þegar við erum að reyna enn og aftur að setja á þá er elsti og ef ekki besti markmaðurinn í deildinni frábær í rammanum og heldur þeim inn í leiknum."

FH er búið að fá á sig 10 mörk eftir föst leikatriði í sumar og eftir að þeir fengu á sig annað markið þá var liðið afskaplega opið að sögn Ólafs.

„Við fáum á okkur tíunda markið í sumar úr föstu leikatriði og eftir það var orðið rosalega einfalt fyrir þá að fara í gegnum okkur sem mér fannst mjög fúlt."

Geoffrey Castillion var ekki í leikmannahópi FH í kvöld og eru háværar sögusagnir um að hann sé á leið aftur til Víkings. Ólafur sagði frá því að Geoffrey sé að verða faðir og fékk frí til að fara heim og vera viðstaddur fæðinguna en útilokaði ekki að hann væri á förum.

„Geoffrey er í Hollandi núna þar sem á að setja konuna hans á stað á mánudag eða þriðjudag og hann fékk leyfi til að fara og vera viðstaddur, þess vegna var hann ekki með í dag. Svo hafa verið einhverjar sögusagnir um að hann sé á förum en við skulum sjá hvað setur."
Athugasemdir
banner
banner