Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 22. júlí 2018 21:43
Egill Sigfússon
Óli Kristjáns: Castillion er í Hollandi, er að verða faðir
Óli var alls ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld
Óli var alls ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
FH tapaði 4-1 fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld í 13. umferð Pepsí-deildar karla. Ólafur Kristjánsson þjálfari FH sagði spilamennskuna alls ekki nógu góða og var að vonum ósáttur við að tapa svona mikilvægum leik með þremur mörkum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

„Það segir sig sjálft að þegar þú tapar 4-1 er spilamennskan ekki nægilega góð, það er ekki hægt að týna til eitthvað sem er gott þegar þú færð svona skell."

Gunnleifur Gunnleifsson markmaður Breiðabliks átti stórkostlegan leik og Ólafur hrósaði honum í hástert og sagði hann ástæðu þess að þeir skoruðu ekki fleiri mörk.

„Við eigum í byrjun frábært skot sem Gulli ver. Þegar við erum að reyna enn og aftur að setja á þá er elsti og ef ekki besti markmaðurinn í deildinni frábær í rammanum og heldur þeim inn í leiknum."

FH er búið að fá á sig 10 mörk eftir föst leikatriði í sumar og eftir að þeir fengu á sig annað markið þá var liðið afskaplega opið að sögn Ólafs.

„Við fáum á okkur tíunda markið í sumar úr föstu leikatriði og eftir það var orðið rosalega einfalt fyrir þá að fara í gegnum okkur sem mér fannst mjög fúlt."

Geoffrey Castillion var ekki í leikmannahópi FH í kvöld og eru háværar sögusagnir um að hann sé á leið aftur til Víkings. Ólafur sagði frá því að Geoffrey sé að verða faðir og fékk frí til að fara heim og vera viðstaddur fæðinguna en útilokaði ekki að hann væri á förum.

„Geoffrey er í Hollandi núna þar sem á að setja konuna hans á stað á mánudag eða þriðjudag og hann fékk leyfi til að fara og vera viðstaddur, þess vegna var hann ekki með í dag. Svo hafa verið einhverjar sögusagnir um að hann sé á förum en við skulum sjá hvað setur."
Athugasemdir
banner
banner
banner