Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   sun 22. september 2019 17:19
Valur Gunnarsson
Arnar: Einhverjir sérfræðingar munu gagnrýna hitt og þetta
Arnar var nokkuð brattur eftir leik
Arnar var nokkuð brattur eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær leikur. Mér fannst við vera virkilega góðir. Ég var hættur að telja í lokin hvað við fengum mörg færi í leiknum. Við gáfum hrikalega ódýr mörk en fyrir utan það var ég bara ótrúlega ánægður með strákana."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 KA

„Við vorum með laskað lið eftir bikarúrslitaleikinn. Menn eitthvað þreyttur og meiddir, Sölvi var hetja að spila leikinn í dag. Það voru 1% líkur að hann myndi spila miðað við hvernig honum leið í morgun. Sumt að því sem við spiluðum í dag var með því betra sem ég hef séð í sumar."

Aðpurður útí það hvort honum væri létt eftir að hafa haldið sér uppi eftir leiki dagsins sagði Arnar:
„Ég var ekkert að pæla í því. Þetta lið okkar er svo langt frá því að vera eitthvað fallbaráttulið þó að tölurnar segja annað. En jújú, bara fínt. Þetta lið er svo gott.

Það vakti athygli að Arnar spilaði með þrjá miðverðir í leiknum.
„Ég var að reyna að finna kerfi svo að Sölvi þyrfti að hlaupa sem minnst í leiknum. Davíð er líka tæpur þeir voru á svona 50% hraða þeir tveir. Þetta kerfi mun nýtast vel á næsta tímabili því við náum að halda bolta mjög vel. En það mega ekki koma of mikið mistök því við erum opnir þegra við missum boltann. Einhverjir sérfræðingar munu gagnrýna hitt og þetta en við vorum flottir í dag."

En hvað tekur Arnar útúr sumrinu:
„Við gáfum hrikalega mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Næsta ár verða þeir ári eldri. Við héldum okkur við okkar leik. Vorum ekki að panica. Það er ekki óeðlilegt eftir svona dramatískan sigur og vera aðeins off í næstu leikjum á eftir. Fólk horfir á Pepsimörkin og sér bara klippur úr leikjum en allar tölur sem ég rýni í sýnir bara að við höfum verið virkilega flottir."
Athugasemdir
banner