Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 22. september 2019 17:19
Valur Gunnarsson
Arnar: Einhverjir sérfræðingar munu gagnrýna hitt og þetta
Arnar var nokkuð brattur eftir leik
Arnar var nokkuð brattur eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær leikur. Mér fannst við vera virkilega góðir. Ég var hættur að telja í lokin hvað við fengum mörg færi í leiknum. Við gáfum hrikalega ódýr mörk en fyrir utan það var ég bara ótrúlega ánægður með strákana."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 KA

„Við vorum með laskað lið eftir bikarúrslitaleikinn. Menn eitthvað þreyttur og meiddir, Sölvi var hetja að spila leikinn í dag. Það voru 1% líkur að hann myndi spila miðað við hvernig honum leið í morgun. Sumt að því sem við spiluðum í dag var með því betra sem ég hef séð í sumar."

Aðpurður útí það hvort honum væri létt eftir að hafa haldið sér uppi eftir leiki dagsins sagði Arnar:
„Ég var ekkert að pæla í því. Þetta lið okkar er svo langt frá því að vera eitthvað fallbaráttulið þó að tölurnar segja annað. En jújú, bara fínt. Þetta lið er svo gott.

Það vakti athygli að Arnar spilaði með þrjá miðverðir í leiknum.
„Ég var að reyna að finna kerfi svo að Sölvi þyrfti að hlaupa sem minnst í leiknum. Davíð er líka tæpur þeir voru á svona 50% hraða þeir tveir. Þetta kerfi mun nýtast vel á næsta tímabili því við náum að halda bolta mjög vel. En það mega ekki koma of mikið mistök því við erum opnir þegra við missum boltann. Einhverjir sérfræðingar munu gagnrýna hitt og þetta en við vorum flottir í dag."

En hvað tekur Arnar útúr sumrinu:
„Við gáfum hrikalega mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Næsta ár verða þeir ári eldri. Við héldum okkur við okkar leik. Vorum ekki að panica. Það er ekki óeðlilegt eftir svona dramatískan sigur og vera aðeins off í næstu leikjum á eftir. Fólk horfir á Pepsimörkin og sér bara klippur úr leikjum en allar tölur sem ég rýni í sýnir bara að við höfum verið virkilega flottir."
Athugasemdir
banner
banner
banner