
Þróttur setti HK undir smá pressu í byrjun leiks en náði ekki að nýta sóknirnar sem þeir fengu. Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK ræddi við Fótbolta.net eftir leik.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 3 HK
„Bara viðbúið, gott lið í 2.deildinni og voru í 1.deildinni í fyrra. Einhver smá skrekkur í báðum liðum. Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn þá náðum við betri tökum á leiknum, létum boltann ganga aðeins betur og eftir fyrsta markið var þetta engin spurning. Við bættum við tveimur mörkum eftir það, þau hefðu auðveldlega getað verið eitt tvö í viðbót við það".
Valgeir skoraði fyrsta markið eftir frábæran snúning í teignum. Það er óhætt að segja að hann hafi verið frábær í þessum leik. Vonandi er það eitthvað sem koma skal í sumar.
„Algjörlega. Eins og venjulega var hann duglegur, alltaf tilbúinn að hlaupa og berjast fyrir liðið sitt og kemur sér í góðar stöður með boltann."
Brynjar Björn segir markmið HK að berjast í efri hluta 1.deildarinnar.
„Já við teljum okkur vera í góðu standi til þess að berjast uppi í efri hlutanum í 1.deildinni. Horfum til þess á komandi tímabili".