„Ég er ósáttur með það að við náðum ekki að stela þessu hérna í lokin og leyft þeim að jafna þetta á einhverri vítaspyrnu.“ sagði Árni Marínó, markmaður Skagamanna, sem átti góðan leik í dag er Skaginn sótti stig í Kópavoginum.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 ÍA
Árni talar um að Skagaliðið hafi ekki verið með í fyrri hálfleiknum. Hann var ósáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik.
„Mér fannst eiginlega eins og við værum ekki með í leiknum í fyrri hálfleik. Við vorum allt of langt frá mönnum og þeir voru að spila í kringum okkur í vítateignum án þess að fá pressu frá okkur. Bara heppnir að tapa þessu ekki í fyrri hálfleik.“
Skagamenn fengu dæmda vítaspyrnu á sig sem Blikar skoruðu úr og jöfnuðu leikinn í 1-1.
„Þetta var alltaf réttur dómur. Hann (Marko Vardic) var bara óheppinn.“
Viktor Jóns fékk afbragðsfæri í blálokin til að stela sigrinum fyrir Skagamenn en Anton Ari varði frá honum.
„Það hefði verið sætt. Líka því hann á stórafmæli í dag. Það hefði verið gaman en það heppnaðist ekki í dag, því miður.“ sagði Árni Marínó, markmaður Skagamanna að lokum.
Viðtalið við Árna í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.