Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 24. júlí 2018 23:10
Mist Rúnarsdóttir
Kristrún Rut er á leið til Roma: Búið að vera markmið
Kvenaboltinn
Kristrún Rut er á leið til Ítalíu
Kristrún Rut er á leið til Ítalíu
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
„Þetta var kannski ekki alveg okkar besti dagur en við bara börðumst í gegnum það og kláruðum þetta. Það var bara fínt að fá þessi þrjú stig,“ sagði Kristrún Rut Antonsdóttir, miðjumaður Selfoss, eftir sterkan útisigur á KR.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Selfoss

„Mér fannst við vera áræðnar og þó við værum kannski ekki á pari í getu fannst mér við bæta upp fyrir það með baráttu,“ sagði Kristrún en aðeins eitt mark skildi liðin að og bæði fengu þau færi til að skora undir lok leiks.

Það var góð stemmning í stúkunni en margir Selfyssingar voru mættir til að styðja sitt lið.

„Það er alltaf ánægjulegt að heyra stuðning. Sérstaklega seinustu mínúturnar þegar maður þarf á því að halda. Orðinn þreyttur í fótunum og svona,“ sagði Kristrún en þetta var mögulega hennar síðasti leikur fyrir Selfoss í sumar þar sem hún samdi við ítalska stórliðið Roma á dögunum.

Kristrún lék með ítalska liðinu Chieti í ítölsku B-deildinni síðasta vetur og hafði stefnt að því að komast í sterkara lið.

„Það var búið að vera markmið. Tækifærið kom og ég ákvað að taka því.“

„Þær eru í Seríu A og eru að stofna nýtt lið með mikið af reynslumiklum og líka ungum og sterkum leikmönnum. Ég myndi halda að það væri mjög sterkt lið.“

Kristrún heldur til Ítalíu í kringum mánaðarmót en hún hefur ekki áhyggjur af því að brotthvarf hennar og annarra lykilmanna muni hafa slæm áhrif á lið Selfoss.

„Við erum með ótrúlega breiðan hóp. Meira að segja margar stelpur fyrir utan hóp þannig að það er mikil samkeppni og ég vona bara að næstu stígi upp.“

Nánar er rætt við Kristrúnu í sjónarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner