Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
   þri 24. júlí 2018 23:10
Mist Rúnarsdóttir
Kristrún Rut er á leið til Roma: Búið að vera markmið
Kvenaboltinn
Kristrún Rut er á leið til Ítalíu
Kristrún Rut er á leið til Ítalíu
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
„Þetta var kannski ekki alveg okkar besti dagur en við bara börðumst í gegnum það og kláruðum þetta. Það var bara fínt að fá þessi þrjú stig,“ sagði Kristrún Rut Antonsdóttir, miðjumaður Selfoss, eftir sterkan útisigur á KR.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Selfoss

„Mér fannst við vera áræðnar og þó við værum kannski ekki á pari í getu fannst mér við bæta upp fyrir það með baráttu,“ sagði Kristrún en aðeins eitt mark skildi liðin að og bæði fengu þau færi til að skora undir lok leiks.

Það var góð stemmning í stúkunni en margir Selfyssingar voru mættir til að styðja sitt lið.

„Það er alltaf ánægjulegt að heyra stuðning. Sérstaklega seinustu mínúturnar þegar maður þarf á því að halda. Orðinn þreyttur í fótunum og svona,“ sagði Kristrún en þetta var mögulega hennar síðasti leikur fyrir Selfoss í sumar þar sem hún samdi við ítalska stórliðið Roma á dögunum.

Kristrún lék með ítalska liðinu Chieti í ítölsku B-deildinni síðasta vetur og hafði stefnt að því að komast í sterkara lið.

„Það var búið að vera markmið. Tækifærið kom og ég ákvað að taka því.“

„Þær eru í Seríu A og eru að stofna nýtt lið með mikið af reynslumiklum og líka ungum og sterkum leikmönnum. Ég myndi halda að það væri mjög sterkt lið.“

Kristrún heldur til Ítalíu í kringum mánaðarmót en hún hefur ekki áhyggjur af því að brotthvarf hennar og annarra lykilmanna muni hafa slæm áhrif á lið Selfoss.

„Við erum með ótrúlega breiðan hóp. Meira að segja margar stelpur fyrir utan hóp þannig að það er mikil samkeppni og ég vona bara að næstu stígi upp.“

Nánar er rætt við Kristrúnu í sjónarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner