Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
   þri 24. júlí 2018 23:10
Mist Rúnarsdóttir
Kristrún Rut er á leið til Roma: Búið að vera markmið
Kristrún Rut er á leið til Ítalíu
Kristrún Rut er á leið til Ítalíu
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
„Þetta var kannski ekki alveg okkar besti dagur en við bara börðumst í gegnum það og kláruðum þetta. Það var bara fínt að fá þessi þrjú stig,“ sagði Kristrún Rut Antonsdóttir, miðjumaður Selfoss, eftir sterkan útisigur á KR.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Selfoss

„Mér fannst við vera áræðnar og þó við værum kannski ekki á pari í getu fannst mér við bæta upp fyrir það með baráttu,“ sagði Kristrún en aðeins eitt mark skildi liðin að og bæði fengu þau færi til að skora undir lok leiks.

Það var góð stemmning í stúkunni en margir Selfyssingar voru mættir til að styðja sitt lið.

„Það er alltaf ánægjulegt að heyra stuðning. Sérstaklega seinustu mínúturnar þegar maður þarf á því að halda. Orðinn þreyttur í fótunum og svona,“ sagði Kristrún en þetta var mögulega hennar síðasti leikur fyrir Selfoss í sumar þar sem hún samdi við ítalska stórliðið Roma á dögunum.

Kristrún lék með ítalska liðinu Chieti í ítölsku B-deildinni síðasta vetur og hafði stefnt að því að komast í sterkara lið.

„Það var búið að vera markmið. Tækifærið kom og ég ákvað að taka því.“

„Þær eru í Seríu A og eru að stofna nýtt lið með mikið af reynslumiklum og líka ungum og sterkum leikmönnum. Ég myndi halda að það væri mjög sterkt lið.“

Kristrún heldur til Ítalíu í kringum mánaðarmót en hún hefur ekki áhyggjur af því að brotthvarf hennar og annarra lykilmanna muni hafa slæm áhrif á lið Selfoss.

„Við erum með ótrúlega breiðan hóp. Meira að segja margar stelpur fyrir utan hóp þannig að það er mikil samkeppni og ég vona bara að næstu stígi upp.“

Nánar er rætt við Kristrúnu í sjónarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner