Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   þri 24. júlí 2018 23:10
Mist Rúnarsdóttir
Kristrún Rut er á leið til Roma: Búið að vera markmið
Kvenaboltinn
Kristrún Rut er á leið til Ítalíu
Kristrún Rut er á leið til Ítalíu
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
„Þetta var kannski ekki alveg okkar besti dagur en við bara börðumst í gegnum það og kláruðum þetta. Það var bara fínt að fá þessi þrjú stig,“ sagði Kristrún Rut Antonsdóttir, miðjumaður Selfoss, eftir sterkan útisigur á KR.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Selfoss

„Mér fannst við vera áræðnar og þó við værum kannski ekki á pari í getu fannst mér við bæta upp fyrir það með baráttu,“ sagði Kristrún en aðeins eitt mark skildi liðin að og bæði fengu þau færi til að skora undir lok leiks.

Það var góð stemmning í stúkunni en margir Selfyssingar voru mættir til að styðja sitt lið.

„Það er alltaf ánægjulegt að heyra stuðning. Sérstaklega seinustu mínúturnar þegar maður þarf á því að halda. Orðinn þreyttur í fótunum og svona,“ sagði Kristrún en þetta var mögulega hennar síðasti leikur fyrir Selfoss í sumar þar sem hún samdi við ítalska stórliðið Roma á dögunum.

Kristrún lék með ítalska liðinu Chieti í ítölsku B-deildinni síðasta vetur og hafði stefnt að því að komast í sterkara lið.

„Það var búið að vera markmið. Tækifærið kom og ég ákvað að taka því.“

„Þær eru í Seríu A og eru að stofna nýtt lið með mikið af reynslumiklum og líka ungum og sterkum leikmönnum. Ég myndi halda að það væri mjög sterkt lið.“

Kristrún heldur til Ítalíu í kringum mánaðarmót en hún hefur ekki áhyggjur af því að brotthvarf hennar og annarra lykilmanna muni hafa slæm áhrif á lið Selfoss.

„Við erum með ótrúlega breiðan hóp. Meira að segja margar stelpur fyrir utan hóp þannig að það er mikil samkeppni og ég vona bara að næstu stígi upp.“

Nánar er rætt við Kristrúnu í sjónarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner