Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 24. júlí 2018 23:10
Mist Rúnarsdóttir
Kristrún Rut er á leið til Roma: Búið að vera markmið
Kristrún Rut er á leið til Ítalíu
Kristrún Rut er á leið til Ítalíu
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
„Þetta var kannski ekki alveg okkar besti dagur en við bara börðumst í gegnum það og kláruðum þetta. Það var bara fínt að fá þessi þrjú stig,“ sagði Kristrún Rut Antonsdóttir, miðjumaður Selfoss, eftir sterkan útisigur á KR.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Selfoss

„Mér fannst við vera áræðnar og þó við værum kannski ekki á pari í getu fannst mér við bæta upp fyrir það með baráttu,“ sagði Kristrún en aðeins eitt mark skildi liðin að og bæði fengu þau færi til að skora undir lok leiks.

Það var góð stemmning í stúkunni en margir Selfyssingar voru mættir til að styðja sitt lið.

„Það er alltaf ánægjulegt að heyra stuðning. Sérstaklega seinustu mínúturnar þegar maður þarf á því að halda. Orðinn þreyttur í fótunum og svona,“ sagði Kristrún en þetta var mögulega hennar síðasti leikur fyrir Selfoss í sumar þar sem hún samdi við ítalska stórliðið Roma á dögunum.

Kristrún lék með ítalska liðinu Chieti í ítölsku B-deildinni síðasta vetur og hafði stefnt að því að komast í sterkara lið.

„Það var búið að vera markmið. Tækifærið kom og ég ákvað að taka því.“

„Þær eru í Seríu A og eru að stofna nýtt lið með mikið af reynslumiklum og líka ungum og sterkum leikmönnum. Ég myndi halda að það væri mjög sterkt lið.“

Kristrún heldur til Ítalíu í kringum mánaðarmót en hún hefur ekki áhyggjur af því að brotthvarf hennar og annarra lykilmanna muni hafa slæm áhrif á lið Selfoss.

„Við erum með ótrúlega breiðan hóp. Meira að segja margar stelpur fyrir utan hóp þannig að það er mikil samkeppni og ég vona bara að næstu stígi upp.“

Nánar er rætt við Kristrúnu í sjónarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner