Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 24. júlí 2022 16:26
Arnar Laufdal Arnarsson
Siggi Höskulds: Fyrri hálfleikurinn var til skammar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var þungt yfir Sigga Höskulds þjálfara Leiknismanna eftir 1-4 tap gegn ÍBV á heimavelli en liðin mættust á Domus-Nova vellinum í 14. umferð Bestu deildar karla.

"Þessi fyrri hálfleikur var bara til skammar, smá kraftur í okkur í byrjun seinni hálfleiks en ekki nægilega mikill og Leiknisliðið bara langt frá sínu sterkasta í dag og við erum svo sannarlega ekki ánægðir með það" Sagði Siggi Höskulds í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  4 ÍBV

Siggi gerði fjórfalda breytingu í hálfleik eftir slæman fyrri hálfleik, hefði Siggi viljað gera sjöfalda breytingu ef það væri í boði?

"Jájá auðvitað, fyrri hálfleikurinn var ekki góður en þessir sem komu inn gerðu vel. Þessir sem ég tók út voru ekkert verstir við þurftum bara að gera eitthvað og hrista upp í þessu, gekk svona ágætlega en í grunninn hafi þessi fyrri hálfleikur bara gert út um þetta fyrir okkur"

Í síðustu tveimur leikjum hefur Leiknisliðið leikið á heimavelli og er markatalan 1-9, hvað hefur Siggi að segja um það?

"Það er gjörsamlega óboðlegt og við erum bara virkilega óánægðir með þessar tvær frammistöður og við þurfum heldur betur að rífa okkur upp eftir þetta því þetta eru líklega tvær verstu frammistöður liðsins síðan að ég tók við og það er mikið áhyggjuefni"

"Ég hef virkilega miklar áhyggjur [af spilamennsku liðsins], eftir leikinn í síðustu viku á móti KA, að koma ekki sterkari til leiks í dag og sýna betri frammistöðu en þessi fyrri hálfleikur þá hef ég bara virkilega miklar áhyggjur af spilamennsku liðsins"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Siggi um meiðsli Bjarka Aðalsteins, fyrirliða sem og leikmannamálin hjá Leikni.
Athugasemdir
banner