Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
   lau 24. ágúst 2024 18:12
Sölvi Haraldsson
Kallaður íslenski Joachim Andersen - „Ætla að aura á Steinar“
Lengjudeildin
Emil Skúli.
Emil Skúli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er bara geðveikt. Það var kominn tími til að vinna leik gegn liði sem er í kringum okkur. Við vorum núna búnir að tapa við ÍR og Aftureldingu. Það var kominn tími til að vinna þessa leiki sem telja.“ sagði Emil Skúli Einarsson, leikmaður Þróttar, eftir 3-2 sigur á Keflavík í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  2 Keflavík

Settu Þróttarar leikinn upp sem úrslitaleik?

Já og nei. Með því að vinna höldum við okkur í baráttunni þótt það sé alveg langsótt. Við höfum ennþá trúna. Ef við vinnum okkar leiki getur þetta fallið okkur í hag.“

Sigurður Steinar skoraði sigurmarkið en Emil segist ætla að leggja inn á hann pening á eftir.

Ég ætla að aura á (Sigurð) Steinar á eftir. Ég bara trúi þessu ekki að við fengum dagger hérna, skemmtilegt að gefa áhorfendunum þetta. Mikil stemning og dýrmætt að ná í þessi þrjú stig.

Emil jafnaði leikinn í 2-2 í dag en þetta var hans fyrsta deildarmark fyrir Þrótt Reykjavík.

Ég skoraði fyrsta deildarmarkið mitt í dag, það er sætt ég er búinn að bíða lengi. Þegar ég næ að koma mér á fjær er voðin oft vís og ég náði að koma honum inn ég veit ekki hvernig það æxlaðist.

Emil Skúli er mjög bjartsýnn á framhaldið.

Mér líst bara frábærlega á þetta. Restin af leikjunum eru á gervigrasi sem er þæginlegt fyrir okkur því við spilum og æfum á gervigrasi. Ég hef bara fulla trú á því að við vinnum rest.“ sagði Emil Skúli að lokum.

Viðtalið við Emil má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner