Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   lau 24. ágúst 2024 18:12
Sölvi Haraldsson
Kallaður íslenski Joachim Andersen - „Ætla að aura á Steinar“
Lengjudeildin
Emil Skúli.
Emil Skúli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er bara geðveikt. Það var kominn tími til að vinna leik gegn liði sem er í kringum okkur. Við vorum núna búnir að tapa við ÍR og Aftureldingu. Það var kominn tími til að vinna þessa leiki sem telja.“ sagði Emil Skúli Einarsson, leikmaður Þróttar, eftir 3-2 sigur á Keflavík í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  2 Keflavík

Settu Þróttarar leikinn upp sem úrslitaleik?

Já og nei. Með því að vinna höldum við okkur í baráttunni þótt það sé alveg langsótt. Við höfum ennþá trúna. Ef við vinnum okkar leiki getur þetta fallið okkur í hag.“

Sigurður Steinar skoraði sigurmarkið en Emil segist ætla að leggja inn á hann pening á eftir.

Ég ætla að aura á (Sigurð) Steinar á eftir. Ég bara trúi þessu ekki að við fengum dagger hérna, skemmtilegt að gefa áhorfendunum þetta. Mikil stemning og dýrmætt að ná í þessi þrjú stig.

Emil jafnaði leikinn í 2-2 í dag en þetta var hans fyrsta deildarmark fyrir Þrótt Reykjavík.

Ég skoraði fyrsta deildarmarkið mitt í dag, það er sætt ég er búinn að bíða lengi. Þegar ég næ að koma mér á fjær er voðin oft vís og ég náði að koma honum inn ég veit ekki hvernig það æxlaðist.

Emil Skúli er mjög bjartsýnn á framhaldið.

Mér líst bara frábærlega á þetta. Restin af leikjunum eru á gervigrasi sem er þæginlegt fyrir okkur því við spilum og æfum á gervigrasi. Ég hef bara fulla trú á því að við vinnum rest.“ sagði Emil Skúli að lokum.

Viðtalið við Emil má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner