Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   mán 25. mars 2019 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Raggi Sig: Vil helst ekki tala um taktíkina hérna
Icelandair
Ragnar Sigurðsson var fínn í kvöld þrátt fyrir stórt tap
Ragnar Sigurðsson var fínn í kvöld þrátt fyrir stórt tap
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar og Kylian Mbappe í baráttunni
Ragnar og Kylian Mbappe í baráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins, var afar súr eftir 4-0 tapið gegn Frökkum á Stade France í kvöld en þetta var annar leikur íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins.

Lestu um leikinn: Frakkland 4 -  0 Ísland

Íslenska liðið átti í miklum erfiðleikum með franska liðið frá fyrstu mínútunni og það var nokkuð ljóst í hvað stefndi er Samuel Umtiti skoraði fyrsta markið snemma leiks. Frakkar bættu við þremur í viðbót og 4-0 tap staðreynd.

„Þegar við erum 1-0 undir og þó við höfum ekki verið að spila vel í dag þá erum við inn í leiknum. Það kemur fyrir að liðið missir einbeitinguna, þá gerast klaufaleg mstök og opnast allt ennþá meira og ég veit ekki hvernig á að lýsa því, þetta var bara klúður," sagði Ragnar við fjölmiðla í kvöld.

Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, hefur verið að prufa að spila með fimm manna vörn og gerði það gegn Frökkum í kvöld en það gekk ekki upp og vildi Ragnar lítið tjá sig um kerfið.

„Það getur verið. Ég held að það séu ekki margir að spila þessa taktík með félagsliðum og getur verið erfitt að breyta um taktík og ekki hægt að skella allir sökinni á það. Við vorum ekki nógu góðir í dag og þeir voru helvíti góðir í að klára færin."

„Við náðum að æfa það aðeins en ég vil helst ekki vera að tala um taktíkina hérna. Við reyndum að gera okkar besta alla vega en mér finnst þeir alltaf eins, þeir eru bestir heimi en það „lookar" oft eins og það sé ekkert í gangi en svo kemur einhver sending, stórhætta og þeir eru hrikalega góðir,"
sagði Ragnar.

Það er nóg af leikjum eftir og Ragnar er bjartsýnn á framhaldið en hann segir að liðið verði að læra af þessu og horfa fram á við.

„Ef að við vinnum leikina sem við eigum að vinna þá höfum við efni á að tapa á móti Frökkum úti en auðvitað viljum við ekk tapa 4-0. Við komum hingað til að vinna og vorum rassskelltir og þurfum að læra af þessu og halda áfram," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner