Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 25. ágúst 2019 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Gríðarleg samheldni sem er í liðinu
Sæþór Ívan Viðarsson (Leiknir F.)
Sæþór Ívan eftir mark gegn Aftureldingu í fyrra.
Sæþór Ívan eftir mark gegn Aftureldingu í fyrra.
Mynd: Raggi Óla
Úr leik hjá Leikni í fyrra.
Úr leik hjá Leikni í fyrra.
Mynd: Raggi Óla
„Það sem skóp þennan sigur, var að við mættum tilbúnir til leiks og það skilaði sér," segir Sæþór Ívan Viðarsson, leikmaður Leiknis Fáskrúðsfjarðar.

Hann er leikmaður 17. umferðar 2. deildar karla eftir frammistöðu sína í 6-0 sigri Leiknis gegn Tindastóli, liði sem hafði unnið 3-0 sigur gegn KFG í umferðinni á undan. Sæþór, sem er fæddur 2001, skoraði mark og lagði upp á fyrstu fimm mínútum leiksins. Það lagði grunninn að sigrinum.

„Það hjálpaði að hafa skorað tvö mörk snemma. Við spiluðum vel og hefðum getað skorað fleiri mörk."

„Við lögðum upp með það að mæta tilbúnir til leiks og það var gott skora snemma, svo þetta var fullkomin byrjun hjá okkur," sagði Sæþór um byrjun sína í leiknum.

Var meiddur í byrjun móts
Sæþór hefur spilað alla leiki Leiknis í deildinni þrátt fyrir að vera ekki sá reynslumesti í bransanum. Hann hefur einnig skorað fjögur mörk. Er hann sáttur með spilamennsku sína í sumar?

„Já, ég er nokkuð ánægður með mína spilamennsku í sumar. Það væri samt sem áður gaman að vera búinn að skora meira," segir Sæþór og bætir við:

„Ég var meiddur í allan vetur og byrjaði á bekknum í fyrstu leikjunum þannig að leikformið var ekki gott í byrjun móts."

Spilar Leiknir í Inkasso næsta sumar?
Leiknismenn hafa komið mörgum á óvart með árangri sínum í sumar. Fyrir sumarið spáðu þjálfarar deildarinnar liðinu falli, en Brynjar Skúlason er með sína menn á toppnum þegar fimm unmferðir eru eftir.

„Það sem hefur valdið því er gríðarleg samheldni sem er í liðinu, við erum allir klárir í verkefnið og viljum ná markmiðum okkar í lok sumars."

Að lokum var Sæþór spurður út í það hvort Leiknir muni spila í Inkasso næsta sumar. „Við tökum bara einn leik í einu og sjáum svo til hvað gerist," sagði Sæþór Ívan Viðarsson, leikmaður 17. umferðar 2. deildar karla hjá Fótbolta.net.

Í dag hefst 18. umferðin í 2. deildinni, nánar tiltekið eftir hálftíma. Leiknismenn sækja Selfoss heim í það sem verður væntanlega hörkuleikur.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Bestur í 6. umferð: Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Bestur í 7. umferð: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Bestur í 8. umferð: Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Bestur í 9. umferð: Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Bestur í 11. umferð: Enok Eiðsson (Þróttur V.)
Bestur í 12. umferð: Kenan Turudija (Selfoss)
Bestur í 13. umferð: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Bestur í 14. umferð: Gilles M'Bang Ondo (Þróttur V.)
Bestur í 15. umferð: Gonzalo Bernaldo Gonzalez (Fjarðabyggð)
Bestur í 16. umferð: Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner