Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 25. september 2021 17:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Grétars: Tilfinningin var eins og að tapa
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta er ömurlegt, við töpuðum ekki í dag en tilfinningin var eins og að tapa," sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 2-2 jafntefli gegn FH í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 FH

„Vitandi það að ná í þrjú stig hefðum við verið í þriðja sæti sem hefði verið skemmtilegra en að vera í fjórða sæti og með tvö stig meira. Eiga þá smá möguleika á því að Víkingur klári sitt og geta þá farið bakdyra megin inn í evrópu, það gerir þetta ennþá meira svekkjandi," hélt Arnar áfram.

Þrátt fyrir allt þá er Arnar ánægður með hvar liðið er statt í dag.

„Er hrikalega stoltur af strákunum fyrir sumarið, hvert við erum komnir. Að sjá það hvernig menn eru inn í klefanum eftir leik, það var mikið svekkelsi og menn mjög fúlir, það segir manni það að menn eru komnir á góðan stað og vilja meira."

Dusan Brkovic var rekinn af velli með tvö gul spjöld. Arnar var ekki sáttur með þá ákvörðun.

„Þessi tvö gulu spjöld á Dusan, ég hef ekki lagt það í vana minn að tala um einhverja dóma en mér finnst þetta mjög sérstakar ákvarðanir hjá Einari."

Að lokum sagðist Arnar vera stoltur af liðinu á tímabilinu í heild.

„Helit yfir þá er ég hrikalega ánægður með hópinn. Við spiluðum góðan fótbolta, ég rýni alltaf í frammistöðuna en ekki úrslitin sérstaklega í þeim leikjum sem við náðum ekki í úrslit þá vorum við með flotta frammistöðu og við þurfum að breyta því í sigurleiki. Það er miklu betri taktur í liðinu, það er margt jákvætt en við þurfum að bæta ákveðna hluti ef við viljum virkilega keppa við liðin fyrir ofan okkur, það er verðugt verkefni en þangað viljum við fara."
Athugasemdir