Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   lau 25. september 2021 17:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Grétars: Tilfinningin var eins og að tapa
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta er ömurlegt, við töpuðum ekki í dag en tilfinningin var eins og að tapa," sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 2-2 jafntefli gegn FH í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 FH

„Vitandi það að ná í þrjú stig hefðum við verið í þriðja sæti sem hefði verið skemmtilegra en að vera í fjórða sæti og með tvö stig meira. Eiga þá smá möguleika á því að Víkingur klári sitt og geta þá farið bakdyra megin inn í evrópu, það gerir þetta ennþá meira svekkjandi," hélt Arnar áfram.

Þrátt fyrir allt þá er Arnar ánægður með hvar liðið er statt í dag.

„Er hrikalega stoltur af strákunum fyrir sumarið, hvert við erum komnir. Að sjá það hvernig menn eru inn í klefanum eftir leik, það var mikið svekkelsi og menn mjög fúlir, það segir manni það að menn eru komnir á góðan stað og vilja meira."

Dusan Brkovic var rekinn af velli með tvö gul spjöld. Arnar var ekki sáttur með þá ákvörðun.

„Þessi tvö gulu spjöld á Dusan, ég hef ekki lagt það í vana minn að tala um einhverja dóma en mér finnst þetta mjög sérstakar ákvarðanir hjá Einari."

Að lokum sagðist Arnar vera stoltur af liðinu á tímabilinu í heild.

„Helit yfir þá er ég hrikalega ánægður með hópinn. Við spiluðum góðan fótbolta, ég rýni alltaf í frammistöðuna en ekki úrslitin sérstaklega í þeim leikjum sem við náðum ekki í úrslit þá vorum við með flotta frammistöðu og við þurfum að breyta því í sigurleiki. Það er miklu betri taktur í liðinu, það er margt jákvætt en við þurfum að bæta ákveðna hluti ef við viljum virkilega keppa við liðin fyrir ofan okkur, það er verðugt verkefni en þangað viljum við fara."
Athugasemdir