Manchester United tapaði fyrir Aston Villa á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag, 1-0. Bruno Fernandes fékk fullkomið tækifæri til að jafna leikinn í uppbótartíma.
Kourtney Hause kom Villa yfir með skalla á 88. mínútu en í uppbótartíma fékk United víti.
Hause virtist vera að breytast úr hetju í skúrk þegar hann handlék knöttinn innan teigs.
Fernandes steig á punktinn. Taugarnar sögðu greinilega til sín því hann þrumaði knettinum yfir markið.
Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Sjáðu vítaspyrnuna
Athugasemdir