Sami Khedira, fyrrum leikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins, segir að Mesut Özil sé sá hæfileikaríkasti sem hann spilaði með á ferlinum og tekur hann meira að segja fram yfir Cristiano Ronaldo.
Özil spilaði frábærlega á þremur árum sínum hjá Real Madrid en hann kom að 108 mörkum í 159 leikjum.
Enginn skildi í því af hverju Özil var seldur til Arsenal árið 2013, en samkvæmt spænsku blöðunum gerði Real Madrid það til að búa til pláss fyrir Gareth Bale og þá hentaði Özil ekki leikstíl ítalska þjálfarans Carlo Ancelotti.
Khedira, sem spilaði með Özil hjá Real Madrid, segir samlanda sinn þann hæfileikaríkasti sem hann spilaði með á ferlinum.
„Allir skilja Cristiano. Hann var maðurinn til þess að vinna leiki, því hann klikkaði aldrei. Hann var alltaf mættur. Við þurftum mark þannig við sendum boltann á Cristiano, en fyrir mér var Mesut Özil mest sérstaki leikmaðurinn og ég útskýri það með brottför hans frá Real Madrid.“
„Daginn sem Mesut yfirgaf félagið töluðum við allir við Florentino (Perez, forseta Real Madrid) og spurðum af hverju hann væri að selja hann. Allir sögðu þetta við hann. Benzema, Cristiano og Ramos því Özil var alger snillingur. Hann var alvöru töframaður. Ég spilaði fyrir aftan hann og ef maður átti slaka sendingu á hann þá tókst honum auðveldlega að ná valdi á boltanum. Ég hef aldrei áður séð leikmann með þennan klassa og þessi gæði.“
„Ég veit það ekki því það voru leikmenn eins og Cristiano og Messi, en líka Xavi og Iniesta, sem mér fannst líka eiga skilið að vinna verðlaunin. En já, Özil hafði allt til brunns að bera til að vera í umræðunni. Þó ferill hans hafi verið magnaður þá hefði hann verið öðruvísi hefði hann ekki yfirgefið Real Madrid.“
„Hann sagði mér að það hafi verið stór mistök að fara frá Real Madrid því hann hafði allt þarna. Bernabeu elskaði hann og svo spilaði hann eins og engill. Mesut spilaði eins og Zidane. Zizou var átrúnaðargoð mitt og ef þú skoðar báða á Youtube þá sérðu að þeir voru eins,“ sagði Khedira í lokin.
Athugasemdir