
„Mér líst bara vel, maður bjóst svo sem við því að vera spáð öðru sætinu," sagði Hildur Antonsdóttir, leikmaður Breiðabliks, í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku. Besta deild kvenna hefst í kvöld og fyrsti leikur Blika er á morgun.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 2. sæti
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 2. sæti
Breiðablik gerði jafntefli við Val í Meistarakeppni KSÍ fyrir rúmri viku síðan en Valur vann í vítaspyrnukeppni.
„Mér finnst við vera með svipað lið og í fyrra. Það gerist ár eftir ár að Breiðablik missir marga leikmenn en það koma aðrir leikmenn og stíga upp í staðinn. Við erum með ótrúlega gott starf í yngri flokkunum og þeir leikmenn eru að koma sterkar inn. Á sama tíma erum við búnar að bæta við okkur fullt af leikmönnum."
„Mér finnst nýju leikmennirnir hafa komið mjög vel inn. Það er mjög mikil samkeppni í hópnum okkar þrátt fyrir miklar breytingar á honum."
Hvernig fannst þér að taka þátt í Meistaradeidlinni í fyrra?
„Fyrst og fremst voru það forréttindi og ótrúlega gaman. Það var gaman að mæla sig við þessar stelpur sem eru að spila úti í heimi. Þær eru þær bestu og gaman að sjá hvar maður stendur miðað við þær."
Hildur var einnig spurð út í atvinnumennsku og landsliðið í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir