Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 26. maí 2022 22:23
Sverrir Örn Einarsson
Atli Sveinn: Gönguferð á sunnudegi fyrir þá
Atli Sveinn Þórarinsson
Atli Sveinn Þórarinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar úr Hafnarfirði tóku á móti ríkjandi Mjólkurbikarmeisturum Víkinga á Ásvöllum nú í kvöld en leikurinn var liður í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Haukar sem leika í 2. deild tóku þar á móti ríkjandi Íslands og bikarmeisturum og er óhætt að segja að getumunurinn á liðunum hafi skinið í gegn í leik kvöldsins en lokatölur urðu 7-0 Víkingum í vil.

Lestu um leikinn: Haukar 0 -  7 Víkingur R.

„Þetta var bara eins og maður vill alls ekki sjá hlutina. Þetta var gönguferð á sunnudegi fyrir þá. Þeir eru tveimur deildum fyrir ofan okkur og ég óska þeim til hamingju með sigurinn en við vorum alltof linir í því sem við vorum að gera.“
Sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Hauka við fréttaritara aðspurður hvort leikurinn hafi ekki verið full auðveldur fyrir Víkinga.

Tapið gerir það augljóslega að verkum að Haukar eru úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið. Þeir eru á leið í hörkuleik á Húsavík gegn Völsungi um komandi helgi og sagði Atli um þar verkefni.

„Alltaf gaman að fara út á land og þá sérstaklega norðurlandið. Við vöknum bara við þetta og jöfnum okkur en við ætluðum að gefa þeim leik svo þetta var ekki það sem við ætluðum okkur. “

Sagði Atli en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner