
Haukar úr Hafnarfirði tóku á móti ríkjandi Mjólkurbikarmeisturum Víkinga á Ásvöllum nú í kvöld en leikurinn var liður í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Haukar sem leika í 2. deild tóku þar á móti ríkjandi Íslands og bikarmeisturum og er óhætt að segja að getumunurinn á liðunum hafi skinið í gegn í leik kvöldsins en lokatölur urðu 7-0 Víkingum í vil.
Lestu um leikinn: Haukar 0 - 7 Víkingur R.
„Þetta var bara eins og maður vill alls ekki sjá hlutina. Þetta var gönguferð á sunnudegi fyrir þá. Þeir eru tveimur deildum fyrir ofan okkur og ég óska þeim til hamingju með sigurinn en við vorum alltof linir í því sem við vorum að gera.“
Sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Hauka við fréttaritara aðspurður hvort leikurinn hafi ekki verið full auðveldur fyrir Víkinga.
Tapið gerir það augljóslega að verkum að Haukar eru úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið. Þeir eru á leið í hörkuleik á Húsavík gegn Völsungi um komandi helgi og sagði Atli um þar verkefni.
„Alltaf gaman að fara út á land og þá sérstaklega norðurlandið. Við vöknum bara við þetta og jöfnum okkur en við ætluðum að gefa þeim leik svo þetta var ekki það sem við ætluðum okkur. “
Sagði Atli en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir