Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 26. maí 2022 22:23
Sverrir Örn Einarsson
Atli Sveinn: Gönguferð á sunnudegi fyrir þá
Atli Sveinn Þórarinsson
Atli Sveinn Þórarinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar úr Hafnarfirði tóku á móti ríkjandi Mjólkurbikarmeisturum Víkinga á Ásvöllum nú í kvöld en leikurinn var liður í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Haukar sem leika í 2. deild tóku þar á móti ríkjandi Íslands og bikarmeisturum og er óhætt að segja að getumunurinn á liðunum hafi skinið í gegn í leik kvöldsins en lokatölur urðu 7-0 Víkingum í vil.

Lestu um leikinn: Haukar 0 -  7 Víkingur R.

„Þetta var bara eins og maður vill alls ekki sjá hlutina. Þetta var gönguferð á sunnudegi fyrir þá. Þeir eru tveimur deildum fyrir ofan okkur og ég óska þeim til hamingju með sigurinn en við vorum alltof linir í því sem við vorum að gera.“
Sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Hauka við fréttaritara aðspurður hvort leikurinn hafi ekki verið full auðveldur fyrir Víkinga.

Tapið gerir það augljóslega að verkum að Haukar eru úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið. Þeir eru á leið í hörkuleik á Húsavík gegn Völsungi um komandi helgi og sagði Atli um þar verkefni.

„Alltaf gaman að fara út á land og þá sérstaklega norðurlandið. Við vöknum bara við þetta og jöfnum okkur en við ætluðum að gefa þeim leik svo þetta var ekki það sem við ætluðum okkur. “

Sagði Atli en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner