Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 26. maí 2023 22:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fúsi hálf orðlaus með úrslitin - „Vítateigarnir drápu okkur"
Lengjudeildin
Úti á vellinum gekk leikplanið fullkomlega
Úti á vellinum gekk leikplanið fullkomlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þessi mörk sem þeir skora eru bara lufsu mörk
Þessi mörk sem þeir skora eru bara lufsu mörk
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hann veit það best sjálfur að hann þarf að nýta þau betur
Hann veit það best sjálfur að hann þarf að nýta þau betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vonandi er hann klár í næsta leik.
Vonandi er hann klár í næsta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var að segja við strákana að ég væri hálf orðlaus, miðað við hvað við vorum með mikla yfirburði í þessum leik þá er óskiljanlegt að við skyldum tapa leiknum. Við vorum því miður ekki nógu sterkir í vítateigunum, gefum of auðveld mörk og erum ekki nógu effektífir í vítateig andstæðinganna," sagði Vigfús Arnar Jökulsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn ÍA í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  3 ÍA

Leikmyndin eins og Leiknir vildi hafa hana
„Fótbolti er bara þannig að vítateigarnir ráða oft úrslitum. Það er eitthvað sem við þurfum að bæta okkur í og gefa í. Úti á vellinum gekk leikplanið fullkomlega, leikmyndin var nákvæmlega eins og við vildum hafa hana, vorum með yfirburði milli vítateiganna en því miður drápu vítateigarnir okkur í dag."

„Þessi mörk sem þeir skora eru bara lufsu mörk og ég veit ekki hvað við eigum margar snertingar í vítateig andstæðinganna, mörg skot á mark og margar fyrirgjafir. Við þurfum bara að vera betri í þessum mómentum og það er bara verkefnið hjá okkur núna."


„Vorum ekki nógu effektífir í vítateigunum"
ÍA komst yfir snemma leiks en Leiknir jafnaði leikinn undir lok hálfleiksins. Fúsi var á því að Leiknir hefði átt að leiða í hálfleik.

„Við vorum búnir að pinna þá niður, herjuðum á þá, áttum skot en allt fór framhjá, komu fyrirgjafir en það var enginn til að tengja fyrirgjöfina. Úti á vellinum voru strákarnir að gera allt sem ég bað þá um að gera og við áttum fyllilega skilið að jafna."

„Ég hélt að Skaginn myndi koma á okkur með vindinum í seinni hálfleik en þeir féllu svolítið af okkur. Við náðum að keyra vel á þá á móti vindinum en vorum ekki nógu effektífir í vítateigunum."


Þá verða leikirnir oftast erfiðir
ÍA komst í 1-2 eftir u.þ.b. tíu mínútur í seinni hálfleik. Sindri Björnsson fór í kjölfarið meiddur af velli og við tók kafli þar sem Leiknir fékk nokkur dauðafæri, en inn vildi boltinn ekki.

„Ég veit ekki (hvernig boltinn fór ekki inn), sóknarmennirnir mínir voru bara ekki nógu effektífir. Við skutum framhjá, fyrirgjöf sem rúllaði milli varnar og markmanns enginn sem hljóp á boltann, náum að sóla markmanninn einu sinni en minn maður tók of margar snertingar og var tæklaður. Það var sagan í þessum leik."

ÍA komst yfir með marki eftir klaufagang inn á markteig Leiknis í hornspyrnu. „Það var mjög svekkjandi, algjör óþarfi að fá það mark á sig, einhver lufsu hornspyrna og við vorum bara alltof linir. Ef þú færð svona mörk á þig í fótboltaleikjum þá verða þeir oftast erfiðir fyrir þig."

Hann veit það best sjálfur
Omar Sowe skoraði tvö mörk fyrir Leikni í leiknum en hefði svo sannarlega getað gert fleiri mörk í leiknum. Fúsi var spurður hvort hægt væri að vera mjög pirraður út í framherjann.

„Ég er aldrei pirraður út í leikmennina mína nema stundum ef þeir eru ekki að gera hlutina sem ég segi þeim að gera. Ég veit að Omar er að reyna gera sitt besta og hann fékk fleiri færi. Hann veit það best sjálfur að hann þarf að nýta þau betur. Það voru aðrir sem fengu líka mjög góð færi og þeir nýttu þau ekki. Strákarnir eru hundsvektir út í sjálfa sig inni í klefa."

„Ég sagði við þá að við svekkjum okkur í kvöld, svo er æfing í fyrramálið og við bara rífum okkur í gang þar. Svo er það bara næsta verkefni og næsti leikur."


Með góðum frammistöðum koma sigrar
Tapið var þriðja deildartap Leiknis í röð og fjórða tapið í röð í öllum keppnum.

„Já, það er það (erfitt). Satt best að segja bjóst ég ekki við því að vera á þessum tímapunkti með fjögur töp í röð á bakinu. Þessi leikir hafa verið þannig að við höfum ekki verið lakara liðið í leikjunum. Þetta er sérstök staða, en ég veit að það er alltaf þannig í fótbolta að ef maður skilar góðri frammistöðu, þá koma sigrarnir. Þetta snýst bara um þrautseigju, þolinmæði og að halda áfram - það er aðalmálið."

Ósvald að snúa til baka
Að lokum var spurt út í Ósvald Jarl Traustason sem var í liðstjórn Leiknis í dag. Fúsi sagði að hann vonaðist til þess að vinstri bakvörðurinn yrði klár í næsta leik. „Hann er að koma til baka, byrjaður að hlaupa á fullu og búinn að æfa aðeins með okkur. Í næstu viku getur hann farið í 'contact' og vonandi er hann klár í næsta leik," sagði Fúsi að lokum.

Næsti leikur Leiknis er gegn Gróttu á útivelli næsta föstudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner