Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
banner
   mán 26. júlí 2021 22:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli Sveinn: Það var saga leiksins frá byrjun
Atli Sveinn Þórarinsson.
Atli Sveinn Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var lélegt hjá okkur, slakur leikur að mestu leyti," sagði Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfara Fylkis, eftir 4-0 tap gegn KR í Pepsi Max-deildinni.

„Við þjálfararnir tökum það bara á okkur," sagði Atli Sveinn jafnframt.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Fylkir

Voru menn bara hræddir við að mæta á KR-völl?

„Stundum þegar menn eru í lágpressu þá verða menn kannski of passívir. Við vorum alltof passívir og leyfðum þeim bara að fara í sínar aðgerðir alltof óáreittir. Við vorum of lengi að setja pressu á menn og það var saga leiksins frá byrjun."

„Þegar það vantar þessu pressu og ákefð, þá vantar rosalega mikið. Ekki bara í okkar lið, heldur flest. Við náðum okkur aldrei upp úr því. Við vorum lélegir að pressa og liðið var slitið oft á tíðum. Það er kannski helsta skýringin."

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er mættur í Víking. Hann verður klár eftir 2-3 vikur.

„Hann var á æfingu í gær... Það vita það allir að það er meiriháttar að fá hann. Þetta er leikmaður sem hefur spilað sem atvinnumaður í 15, spilað á EM og HM, og staðið sig frábærlega alls staðar þar sem hann hefur verið. Hann verður frábær fyrir okkur líka," sagði Atli.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner