Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 14:22
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Bestur í 10. umferð - Búinn að skora fleiri mörk en Brynjólfur, Pálmi og Atli Guðna
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Birkir í eldlínunni í sigrinum gegn FH.
Birkir í eldlínunni í sigrinum gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals, er leikmaður 10. umferðar í Pepsi Max-deildinni. Valið var ekki erfitt en það var opinberað í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í hádeginu.

Birkir skoraði tvö mörk í 4-1 útisigri gegn FH í toppslag deildarinnar en Valsmenn eru nú með ellefu stiga forystu. Birkir hefur skorað þrjú mörk í tveimur síðustu leikjum.

Breki Logason, stuðningsmaður Vals, sagði í útvarpsþættinum að Birkir ætti að vera í íslenska landsliðinu í komandi umspilsleik gegn Rúmeníu.

„Ég held að það sé ekki bara ákall frá stuðningsmönnum Vals heldur íslensku þjóðinni! Hann hefur skorað meira en Brynjólfur Willumsson, Pálmi Rafn og Atli Guðnason. Ég var að kíkja á þetta áðan. Ég vissi ekki að ég myndi lifa þann dag að Birkir Már væri með fleiri mörk en Atli Guðna," segir Breki.

„Hann er að tengja vel á kantinum og hefur spilað ótrúlega vel. Við þurfum augljóslega á honum að halda í þessum Rúmeníuleik."

Birkir spjallaði við Fótbolta.net eftir sigurinn gegn FH.

„Ég varð ekki bakvörður fyrr en 2006, 22 ára. Ég var alltaf á kantinum, ekki góður kantmaður reyndar en það situr greinilega eitthvað eftir. sagði Birkir Már eftir leik, aðspurður hvort gamlir taktar frá fyrri tíð hafi vaknað fyrir framan markið.

Birkir segir að sigur Vals hafi ekki verið eins þægilegur og hann leit út fyrir.

„Þetta var alls ekki þægilegt. Þetta var mjög erfiður leikur á móti góðu FH liði og maður sér að þeir eru að taka stórum framförum finnst mér og bara mjög erfitt að spila á móti þeim. Mjög góðir leikmenn og þetta var alls ekki auðvelt þó kannski tölurnar láti það líta út þannig."

Valur fékk víti í leiknum en Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði af vítapunktinum. Kom aldrei til greina hjá Birki að taka vítið og reyna við þrennuna?

„Nei ég er alveg hrikaleg vítaskytta. Ég hef aldrei tekið víti í meistaraflokksleik og ekki einu sinni síðan í 4. flokki þannig að ég hélt mig eins langt frá þessu víti og hægt var."

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar - Valgeir Valgeirsson (HK)
Leikmaður 3. umferðar - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Leikmaður 4. umferðar - Viktor Jónsson (ÍA)
Leikmaður 5. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Pablo Punyed (KR)
Leikmaður 7. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 9. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 12. umferðar - Daníel Hafsteinsson (FH)
Leikmaður 13. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 15. umferðar - Atli Sigurjónsson (KR)
Leikmaður 16. umferðar - Steven Lennon (FH)
Leikmaður 17. umferðar - Aron Bjarnason (Valur)
Útvarpsþátturinn - Leikstílar í Pepsi Max og óverðskuldaður sigur Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner