Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   þri 26. september 2023 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Lára í leiknum í kvöld.
Lára í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Mér leið sjálfri vel en við vorum í ansi erfiðri stöðu í lokin. Ég kom inn á og reyndi að gera eins vel og ég gat," sagði Lára Kristín Pedersen í samtali við Fótbolta.net eftir 4-0 tap gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Þær voru ansi beittar fram á við. Þær voru snöggar að refsa. Þetta var erfitt í kvöld."

Voru stelpurnar okkar að búast við þýska liðinu svona sterku í kvöld?

„Já, ég held að við vitum öll hvað þær geta þó það sé eitthvað búið að tala um einhverja krísu. Við vitum alveg hvað þær geta. Þetta kom okkur ekki á óvart."

Hvað var svona það helsta sem fór úrskeiðis í leiknum?

„Ég þarf nú að sjá leikinn aftur ef ég á að gera þér einhvern lista yfir það. Þær voru mjög flottar í kvöld og áttu því miður sigurinn skilið."

Lára Kristín var að spila sinn fyrsta keppnisleik með A-landsliðinu í kvöld. „Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur og koma mér inn í kúltúrinn hérna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner