Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
banner
   þri 26. september 2023 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Sandra María í leiknum í kvöld.
Sandra María í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Auðvitað erum við rosalega svekktar því við komum í þennan leik og ætluðum okkur stóra hluti," sagði Sandra María Jessen vængbakvörður Íslands eftir 4 - 0 tap gegn Þýskalandi ytra í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Það er búið að vera erfitt gengi hjá Þýskalandi í undanförnum leikjum. Við fórum í þennan leik og ætluðum okkur stig en það fór ekki þannig í dag og við töpuðum fyrir betra liði."

Þjóðverjar töpuðu fyrir Danmörku 2-0 á dögunum og því var búist við þeim dýrvitlausum í kvöld.

„Já það er búið að vera rosalega erfitt gengi hjá þeim og ég fann alveg að það var extra mikið hungur hjá þeirra leikmönnum. Þær vildu sýna sig og sanna að þær séu betri en hefur gengið undanfarið. Við náðum ekki alveg að jafna það. Við spiluðum samt þéttan leik og vorum með lítið bil á milli lína og gerðum allt vel. Það vantaði aðeins upp á návígin og að vilja þetta meira. Þó leikurinn hafi farið svona í dag þá lærum við af því og nýtum okkur leikinn til að vera enn betri í næsta mánuði. Þá er nýr leikur á heimavelli."

Er ekki erfitt að tala um lærdóm eftir 4-0 tap? „Jú jú, auðvitað er erfitt að gera það en maður er svekktur. Það er engu hægt að breyta núna, ég get bara leyft mér að vera fúl í smástund en horfa svo á það sem við gerðum ekki nógu vel og það sem við getum breytt. Það er stutt í næsta leik á móti þeim í næsta verkefni. Við ætlum klárlega að reyna að ná í stig á móti þeim heima."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner