Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Magnús Örn Helgason: Töfrarnir vinna leikina fyrir þig
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Láki rýnir í landsleikinn: Síðasti leikur áfall fyrir alla
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
banner
   þri 26. september 2023 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
watermark Sandra María í leiknum í kvöld.
Sandra María í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Auðvitað erum við rosalega svekktar því við komum í þennan leik og ætluðum okkur stóra hluti," sagði Sandra María Jessen vængbakvörður Íslands eftir 4 - 0 tap gegn Þýskalandi ytra í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Það er búið að vera erfitt gengi hjá Þýskalandi í undanförnum leikjum. Við fórum í þennan leik og ætluðum okkur stig en það fór ekki þannig í dag og við töpuðum fyrir betra liði."

Þjóðverjar töpuðu fyrir Danmörku 2-0 á dögunum og því var búist við þeim dýrvitlausum í kvöld.

„Já það er búið að vera rosalega erfitt gengi hjá þeim og ég fann alveg að það var extra mikið hungur hjá þeirra leikmönnum. Þær vildu sýna sig og sanna að þær séu betri en hefur gengið undanfarið. Við náðum ekki alveg að jafna það. Við spiluðum samt þéttan leik og vorum með lítið bil á milli lína og gerðum allt vel. Það vantaði aðeins upp á návígin og að vilja þetta meira. Þó leikurinn hafi farið svona í dag þá lærum við af því og nýtum okkur leikinn til að vera enn betri í næsta mánuði. Þá er nýr leikur á heimavelli."

Er ekki erfitt að tala um lærdóm eftir 4-0 tap? „Jú jú, auðvitað er erfitt að gera það en maður er svekktur. Það er engu hægt að breyta núna, ég get bara leyft mér að vera fúl í smástund en horfa svo á það sem við gerðum ekki nógu vel og það sem við getum breytt. Það er stutt í næsta leik á móti þeim í næsta verkefni. Við ætlum klárlega að reyna að ná í stig á móti þeim heima."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner