Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
   þri 26. september 2023 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Sandra María í leiknum í kvöld.
Sandra María í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Auðvitað erum við rosalega svekktar því við komum í þennan leik og ætluðum okkur stóra hluti," sagði Sandra María Jessen vængbakvörður Íslands eftir 4 - 0 tap gegn Þýskalandi ytra í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Það er búið að vera erfitt gengi hjá Þýskalandi í undanförnum leikjum. Við fórum í þennan leik og ætluðum okkur stig en það fór ekki þannig í dag og við töpuðum fyrir betra liði."

Þjóðverjar töpuðu fyrir Danmörku 2-0 á dögunum og því var búist við þeim dýrvitlausum í kvöld.

„Já það er búið að vera rosalega erfitt gengi hjá þeim og ég fann alveg að það var extra mikið hungur hjá þeirra leikmönnum. Þær vildu sýna sig og sanna að þær séu betri en hefur gengið undanfarið. Við náðum ekki alveg að jafna það. Við spiluðum samt þéttan leik og vorum með lítið bil á milli lína og gerðum allt vel. Það vantaði aðeins upp á návígin og að vilja þetta meira. Þó leikurinn hafi farið svona í dag þá lærum við af því og nýtum okkur leikinn til að vera enn betri í næsta mánuði. Þá er nýr leikur á heimavelli."

Er ekki erfitt að tala um lærdóm eftir 4-0 tap? „Jú jú, auðvitað er erfitt að gera það en maður er svekktur. Það er engu hægt að breyta núna, ég get bara leyft mér að vera fúl í smástund en horfa svo á það sem við gerðum ekki nógu vel og það sem við getum breytt. Það er stutt í næsta leik á móti þeim í næsta verkefni. Við ætlum klárlega að reyna að ná í stig á móti þeim heima."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner