Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
banner
   þri 27. febrúar 2024 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynir hér skot að marki í leiknum.
Reynir hér skot að marki í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís fagnar markinu sínu í kvöld.
Sveindís fagnar markinu sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrinum fagnað.
Sigrinum fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningarússíbaninn var í gangi í þessum leik," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir 2-1 dramatískan sigur gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag. Ísland hélt sér með sigrinum í A-deild Þjóðadeildarinnar og á þannig betri möguleika á að komast inn á næsta stórmót.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Ég geri þessi mannlegu mistök. Ég vildi gera þetta smá spennandi í byrjun," sagði Karólína létt eftir leikinn. „Það var högg en mér fannst við komast vel inn í leikinn þá. Það vakti okkur aðeins. Ég tek það alveg á mig að hafa vakið þær aðeins. Eftir það fannst mér við vera með stjórn."

Eins og Karólína nefnir þá gerir hún erfið mistök snemma leiks sem verður til þess að Serbar taka forystuna.

„Þetta var náttúrulega högg. Ég get hlegið núna því við unnum leikinn. Ég vildi gera þetta aðeins spennandi. Þetta eru mannleg mistök. Það voru allir á bakinu á mér strax og reyndu að hressa mig við. Það þurfti smá endurstillingu og þá kom ég mér inn í leikinn. Ég er stolt af sjálfri mér að ná að halda haus. Ég sá ekki leikmanninn og þetta gerist."

„Ég dýrka allar þessar stelpur. Þetta eru bestu vinkonur mínar og ég get þakkað þeim í kvöld," sagði Karólína.

Gerir okkur klárlega að sterkara liði
Sveindís Jane Jónsdóttir er mætt aftur í landsliðið en hún tók leikinn yfir á síðasta stundarfjórðungnum ef svo má segja. Hún skoraði fyrra markið og lagði upp sigurmarkið með ótrúlegu hlaupi.

„Það er frekar næs að vera með þessa rakettu þarna frammi. Ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið góð sending en þetta þarf ekki að vera fullkominn bolti svo hún nái þessu. Það er rosalega gott að hún sé komin aftur eftir erfið meiðsli. Hún gerir okkur klárlega að sterkara liði. Þetta var algjör rússíbani en þegar Sveindís skoraði þá var ég viss um að við myndum taka þetta."

Sveindís er komin til baka eftir erfið meiðsli en hún - eða frekar uppleggið - fékk smá gagnrýni á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) og annars staðar eftir fyrri leikinn gegn Serbíu. Hún átti ekki alveg sinn besta dag þar og liðið ekki alveg að finna hana rétt, en hún steig heldur betur upp í dag og segir Karólína að hún geri liðið mun sterkara.

„Þetta er rosalegt vopn og ég er ekkert smá stolt af henni. Hún er búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en hún gerir okkur að mun sterkara liði og ég stend með því," sagði Karólína og brosti.

Við erum ekki hættar
Það var mikið fagnað í leikslok og mikið gaman en þetta er risastór sigur fyrir liðið. „Mér fannst svo sem alveg margir á leiknum og það var góð stemning. Ég er þakklát fyrir alla sem komu. Í Serbíu voru svona tíu á leiknum og maður var í æfingaleiksgír þá. Það var meiri stemning í dag og það var hrikalega gaman."

„Við erum ekki hættar," sagði Karólína og bætti við: „Það er okkar markmið (að komast á næsta stórmót) og við munum gera allt til að ná því."

Hægt er að sjá viðtalið við Karólínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Athugasemdir
banner
banner
banner
banner