Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   lau 27. maí 2023 17:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Óskar Smári: Vont að fá á okkur mark eftir 18 sekúndur
Kvenaboltinn
Aníta Lísa og Óskar Smári, þjálfarar Fram.
Aníta Lísa og Óskar Smári, þjálfarar Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram komst upp úr 2. deild í fyrra.
Fram komst upp úr 2. deild í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fórum með sterkt leikplan inn í leikinn en það er vont að fá á okkur mark eftir 18 sekúndur. Við töluðum um það í gær að færslan yrði að vera hröð en hún var það ekki," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir 7-0 tap gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Það var vont, en heilt yfir fannst okkur við vaxa mikið og vel inn í þennan leik. Seinni hálfleikurinn var í raun gríðarlega jákvæður af okkar hálfu. Við vorum ekki ánægð með fyrri hálfleikinn."

„Við erum að spila á móti rútíneruðu og góðu liði. Það eru algjör forréttindi fyrir stelpurnar að fá að taka þátt í þessu en þær unnu svo sannarlega fyrir því að spila þennan leik á þessum velli hérna í dag. Við vorum rotaðar í smá tíma en okkur fannst við ná að loka betur í seinni hálfleik. Við erum ekkert brjálæðislega fúl eða reið við liðið okkar, við erum frekar stolt af því hvernig hugarfar stelpurnar komu með inn í seinni hálfleikinn."

„Við byrjuðum litlar en svo uxum við inn í leikinn. Það var gaman að sjá ákveðna leikmenn taka af skarið og vera leiðtogar. Í vetur spiluðum við Val og töpuðum 12-0, töpuðum líka stórt á móti Þrótti. Við erum að fækka mistökunum sem við erum að gera og erum að halda betur í boltann. Við erum á réttri braut í Fram hvað varðar kvennaboltann og hvað við erum að móta. Við vorum í 2. deild í fyrra, erum með ungt lið og margar hverjar sem hafa ekki fengið tækifæri á þessu sviði. Þetta er leikur sem stelpurnar eiga að taka og minnast. Við unnum okkur inn tækifæri til að spila á móti einu af fjórum bestu liðum Íslands og gáfum þeim hörkuleik í seinni hálfleik."

Alls ekki það sem við teiknuðum upp
Bikarævintýrið er búið hjá Fram en sumarið er langt frá því að vera búið. Liðið er bara með eitt stig í Lengjudeildinni og viðurkennir Óskar að það séu smá vonbrigði.

„Það er alls ekki það sem teiknuðum upp, við ætluðum að vera með mikið fleiri stig. Við höfum átt góða leiki og dapra leiki. Síðasta leiki á móti Augnabliki, það var mjög döpur frammistaða. Við erum ekki alveg nógu ánægð með byrjunina en það er nóg eftir. Við eigum Gróttu í næsta leik og ég hlakka til að sjá úrslitin þeirra á móti Stjörnunni. Þær voru að spila svipaðan leik og við. Það verður hörkuleikur en þær hafa líklega komið mest á óvart í deildinni," sagði Óskar og bætti við:

„Grunnmarkmiðið er að halda sætinu í deildinni, en deildin er ofboðslega sterk. Það er enginn leikur sem þú horfir í og hugsar þrjú stig, ég held að allir þjálfarar séu sammála um það. Gott dæmi um það að við erum nýliðar á móti HK og þær leggjast niður á móti okkur í Kórnum fyrir tveimur vikum. Það er ákveðin virðing sem við vinnum okkur inn þar, lið eru hrædd við okkur... við höfum trú á þessu liði og orðið 'fall' hefur ekkert komið inn í okkar klefa, og mun vonandi ekkert koma."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en Óskar giskar á það að sínir gömlu vinnuveitendur í Stjörnunni verði bikarmeistarar í ár.
Athugasemdir
banner