,,Þetta var sterkur sigur og það er alltaf gaman að skora, maður skorar ekki oft," sagði Sindri Snær Magnússon leikmaður Selfyssinga eftir 3-1 sigur liðsins á toppliði Grindavíkur í 1. deildinni í kvöld.
Sindri var öflugur í leiknum en hann skoraði tvö mörk fyrir Selfyssinga.
Hann vonast til að Gunnar Guðmundsson þjálfari Selfyssinga taki sig ekki út úr byrjunarliðinu á næstunni.
Sindri var öflugur í leiknum en hann skoraði tvö mörk fyrir Selfyssinga.
Hann vonast til að Gunnar Guðmundsson þjálfari Selfyssinga taki sig ekki út úr byrjunarliðinu á næstunni.
,,Ég ætla rétt að vona ekki. Það er gaman að spila og vonandi fæ ég að spila alla leiki. Ef ég stend mig þá hlýt ég að fá að spila."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
























