Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
„Bara frábært" að vera komin aftur í landsliðið
Tilbúin í nýja áskorun - „Verðið bara að bíða eins spennt og ég"
„Var í hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið"
Óráðið hjá Cecilíu - Ekki tilbúin í það sem Bayern var að hugsa
Steini: Var alveg á mörkunum að vera í hópnum núna
Karólína Lea: Fólk á Twitter veit þá meira en ég
Glódís þakklát Steina - „Eitthvað sem ég vil ekki gera aftur"
Gylfi Tryggva: Þetta eru ótrúlegir karakterar í þessu liði
Sextán ára skoraði á lokamínútunni: Sleppti að hugsa um stressið
Anna Þóra svekkt: Galinn dómur
Kristrún Ýr: VIð þurfum að girða okkur í brók
Pétur Rögnvalds: Orðið það mikið af færum að ég hélt að þetta myndi ekki detta
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
   sun 27. júní 2021 21:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mér leið ekkert sérstaklega vel
Glaður í kvöld.
Glaður í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög tense og spennuþrunginn leikur og gott að klára þetta," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, eftir magnaðan 3-2 endurkomusigur gegn HK í Kórnum.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Breiðablik

Hvernig leið Óskari þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Blikar 2-1 undir?

„Mér leið ekkert sérstaklega vel, mér fannst á þeim tímapunkti við ekki ná að skapa okkur nógu mörg færi í seinni hálfleik þannig ég er þeim mun stoltari af mínu liði eftir að hafa komið til baka og einhvern veginn náð að grafa djúpt eftir þessum tveimur mörkum sem tryggja okkur sigurinn."

Blikar sköpuðu sér haug af færum í fyrri hálfleik en ekki mikið í þeim seinni. Einhver ástæða fyrir því?

„Ég átta mig ekki alveg á því, við missum bæði Viktor Karl og Árna út af á sama tíma í meiðsli og þá virðist takturinn fara úr þessu. Viktor kemur aftur inn og Oliver kemur svo inn fyrir Árna ískaldur og þá fannst mér bara takturinn fara úr þessu og til þess að geta brotið HK liðið á bak aftur, sem er feykilega öflugt og vel skipulagt lið, þá þarftu að vera í takti og hlutirnir þurfa að gerast hratt og það var kannski okkar helsta vandamál í seinni hálfleik."

Valur og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli á sama tíma sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir Blika sem er núna fimm stigum á eftir Val en eiga leik til góða.

„Já, ég er sammála því og auðvitað gott fyrir okkur en aðallega þurfum við að hugsa um okkur sjálfa, það var mikilvægt að fá þessi þrjú stig mikilvægt að tengja saman þennan sigur við FH leikinn og halda í við hin liðin í toppbaráttunni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir