Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   sun 27. júní 2021 21:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mér leið ekkert sérstaklega vel
Glaður í kvöld.
Glaður í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög tense og spennuþrunginn leikur og gott að klára þetta," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, eftir magnaðan 3-2 endurkomusigur gegn HK í Kórnum.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Breiðablik

Hvernig leið Óskari þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Blikar 2-1 undir?

„Mér leið ekkert sérstaklega vel, mér fannst á þeim tímapunkti við ekki ná að skapa okkur nógu mörg færi í seinni hálfleik þannig ég er þeim mun stoltari af mínu liði eftir að hafa komið til baka og einhvern veginn náð að grafa djúpt eftir þessum tveimur mörkum sem tryggja okkur sigurinn."

Blikar sköpuðu sér haug af færum í fyrri hálfleik en ekki mikið í þeim seinni. Einhver ástæða fyrir því?

„Ég átta mig ekki alveg á því, við missum bæði Viktor Karl og Árna út af á sama tíma í meiðsli og þá virðist takturinn fara úr þessu. Viktor kemur aftur inn og Oliver kemur svo inn fyrir Árna ískaldur og þá fannst mér bara takturinn fara úr þessu og til þess að geta brotið HK liðið á bak aftur, sem er feykilega öflugt og vel skipulagt lið, þá þarftu að vera í takti og hlutirnir þurfa að gerast hratt og það var kannski okkar helsta vandamál í seinni hálfleik."

Valur og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli á sama tíma sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir Blika sem er núna fimm stigum á eftir Val en eiga leik til góða.

„Já, ég er sammála því og auðvitað gott fyrir okkur en aðallega þurfum við að hugsa um okkur sjálfa, það var mikilvægt að fá þessi þrjú stig mikilvægt að tengja saman þennan sigur við FH leikinn og halda í við hin liðin í toppbaráttunni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner