Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 27. júní 2021 21:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mér leið ekkert sérstaklega vel
Glaður í kvöld.
Glaður í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög tense og spennuþrunginn leikur og gott að klára þetta," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, eftir magnaðan 3-2 endurkomusigur gegn HK í Kórnum.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Breiðablik

Hvernig leið Óskari þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Blikar 2-1 undir?

„Mér leið ekkert sérstaklega vel, mér fannst á þeim tímapunkti við ekki ná að skapa okkur nógu mörg færi í seinni hálfleik þannig ég er þeim mun stoltari af mínu liði eftir að hafa komið til baka og einhvern veginn náð að grafa djúpt eftir þessum tveimur mörkum sem tryggja okkur sigurinn."

Blikar sköpuðu sér haug af færum í fyrri hálfleik en ekki mikið í þeim seinni. Einhver ástæða fyrir því?

„Ég átta mig ekki alveg á því, við missum bæði Viktor Karl og Árna út af á sama tíma í meiðsli og þá virðist takturinn fara úr þessu. Viktor kemur aftur inn og Oliver kemur svo inn fyrir Árna ískaldur og þá fannst mér bara takturinn fara úr þessu og til þess að geta brotið HK liðið á bak aftur, sem er feykilega öflugt og vel skipulagt lið, þá þarftu að vera í takti og hlutirnir þurfa að gerast hratt og það var kannski okkar helsta vandamál í seinni hálfleik."

Valur og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli á sama tíma sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir Blika sem er núna fimm stigum á eftir Val en eiga leik til góða.

„Já, ég er sammála því og auðvitað gott fyrir okkur en aðallega þurfum við að hugsa um okkur sjálfa, það var mikilvægt að fá þessi þrjú stig mikilvægt að tengja saman þennan sigur við FH leikinn og halda í við hin liðin í toppbaráttunni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner