Víkingur fór í heimsókn í Garðabæ fyrr í kvöld þar sem þeir mættu Stjörnunni í Bestu-deild karla. Víkingar höfðu þar mikla yfirburði og urðu lokatölur leiksins 4-0. Víkingar eru á toppi deildarinnar með 30 stig. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 4 Víkingur R.
„Virkilega öflug frammistaða. Ætla verða aðeins gráðugur og biðja um aðeins fleiri mörk. En um leið og þriðja markið kom þá var þetta nokkurn veginn tryggt."
Víkingar spila þétt um þessar mundir
„Við erum búnir að gera vel, búnir að spila mikið af leikjum og erum á toppnum, í undanúrslitum og líka búnir að rótera mikið. Búnir að fá margar mínútur í skrokkinn á mörgum leikmönnum."
„Mér finnst við vera klárir í slaginn, bæði í Fram, undanúrslitaleikinn og svaka leikur í Evrópukeppninni. Mér finnst eins og sumarið sé að byrja og við erum akkúrat búnir að gera það sem við lögðum upp með."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir