Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 27. júlí 2021 09:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 14. umferð - Ofboðslega mikilvægur í okkar liði
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Sindri Kristinn Ólafsson í leiknum í gær.
Sindri Kristinn Ólafsson í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, hefur verið að eiga mjög gott sumar - rétt eins og liðið í heild sinni.

Sindri Kristinn átti stórleik þegar Keflavík vann 2-0 heimasigur gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni á mánudagskvöld.

Hafliði Breiðfjörð, sem var með lýsingu á leiknum, valdi Sindra sem besta mann vallarins. „Virkilega góður leikur hjá Sindra í dag og þá sér í lagi í fyrri hálfleiknum þegar hann varði oft á tíðum meistaralega vel. Besti maðurinn á vellinum í dag," skrifaði Hafliði í skýrslu sinni.

Sindri hefur nú verið valinn leikmaður umferðarinnar í boði Domino's en miðað við gang leiksins er með hreinum ólíkindum að Keflavík hafi fagnað sigri í leiknum.

Sjá einnig:
Úrvalslið 14. umferðar

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar þjálfara Keflavíkur, var mjög ánægður með Sindra þegar hann var spurður út í hann í viðtali eftir leik.

„Sindri var frábær og er búinn að vera frábær í sumar fyrir okkur," sagði Siggi Raggi.

„Hann er ofboðslega mikilvægur í okkar liði, hefur stigið mikið upp og bætt sig mikið frá því í fyrra."

Hægt er að sjá allt viðtalið við Sigga Ragga hér að neðan.

Leikmenn umferðarinnar:
13. umferð: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
12. umferð: Birkir Heimisson (Valur)
11. umferð: Beitir Ólafsson (KR)
10. umferð: Andri Yeoman (Breiðablik)
9. umferð: Hannes Þór Halldórsson (Valur)
8. umferð: Nikolaj Hansen (Víkingur)
6. umferð: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Siggi Raggi: Röddin farin að gefa sig því ég öskraði mikið
Innkastið - KR lék sér að bráðinni og ótrúleg úrslit suður með sjó
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner