Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 26. september 2025 23:11
Sölvi Haraldsson
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Jón Kristinn fagnar eftir leik.
Jón Kristinn fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er bara frábært, gæti ekki verið betra. Þetta er líka bara svo ótrúlega sterkt. Þessi leið var meiriháttar. Fara vestur, taka 120 mínútur og vító. Taka síðan Gróttu líka í 120 mínútum og vító. Koma síðan hingað á Laugardalsvöllinn og klára þetta hérna með titli. Þetta bara getur ekki verið betra.“ sagði Jón Kristinn Elíasson, markvörður Víkings Ólafsvíkur, eftir 2-0 sigur á Tindastól í úrslitaleik Fótbolta.net bikarnum í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  0 Tindastóll

Víkingar hafa þurft að taka tvær framlengingar á útivelli gegn KFA og Gróttu í keppninni áður.

„Við vorum að tala um það hvort við ættum að taka eina tilbreytingu og spila 90 mínútna leik. Það er eiginlega fínt þó að hitt var alveg mjög gaman líka.“

Hvernig sá þessi leikur við Jóni?

„Þetta var aðeins opnara í fyrri hálfleiknum. 0-0 og þá getur þetta farið í báðar áttir. Svo verð ég að þakka Luis fyrir að setja hann í vínkilinn fyrir okkur. Þá vissi maður að þetta myndi malla, en þetta er bara geggjað.“

Hvernig sá Jón fyrsta markið þegar Luis setti hann í samskeytin úr aukaspyrnu langt utan að velli, hann var að reyna að koma með fyrirgjöf sem fór óvart inn.

„Þetta er náttúrulega bara besta sjónarhornið á vellinum. Að sjá hann hérna bara í skeytunum, þetta er bara geggjað. Þegar ég sá að Ívan var mættur á fjær þá vissi ég að þetta væri að fara að lenda, engin spurning. Þessir spánverjar eru gull þessir drengir.“

Deildin spilaðist ekki vel fyrir Ólsara en það er gífurlega sterkt að klára tímabilið á svona nótum.

„Tímabilið var ákveðin vonbrigði, við náðum ekki alveg þeim markmiðum sem við ætluðum okkur fyrir tímabil. En að geta gert þetta fyrir fólkið okkar sem er alltaf tilbúið að styðja okkur. Þau mæta á Seltjarnarnesið og gjörsamlega taka yfir það sem hjálpaði okkur að fara með þetta yfir lokametrana. Það er ómetanlegt að geta gefið þeim þetta svona til baka.“

Viðtalið við Jón má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan
Athugasemdir
banner
banner