„Ég æfði í vikunni en ég var heppinn því ég reyndi að gefa boltann inn í teiginn en boltinn fór stórkostlega inn. Ég reyndi að koma með fyrirgjöf og var heppinn.“ sagði Luis Alberto Diez Ocerin, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, þegar hann var spurður út í markið sitt í úrslitaleik Fótbolta.net bikarnum gegn Tindastól. Markið kom beint úr aukaspyrnu frá nánast miðjum vellinum.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 - 0 Tindastóll
„Þetta kom mér á óvart því ég reyndi að koma með fyrirgjöf en ég tek þessu.“
Luis hrósaði liði Tindastóls mikið eftir leik.
„Þetta var ótrúlega erfiður leikur því þeir eru með frábært lið, manni leið ekki eins og þeir væru í deild neðar en við. Hamingjuóskir til þeirra því þeir eru með frábært lið og það var ótrúlega erfitt að vinna þá.“
Það var góð mæting hjá Ólsurum í dag sem gaf liðinu góða orku í leiknum.
„Mér líður stórkostlega og liðinu líður stórkostlega því að spila fyrir framan svona mikið af fólki frá Ólafsvík. Ég er svo glaður, fyrir mig, fyrir liðið og stuðningsfólkið.“
Luis heldur að sigurinn getur gefið liðinu byr undir báða vængi fyrir næsta ár.
„Við verðum að halda áfram og vonandi náum við að komast upp um deild á næsta ári.“
Viðtalið við Luis má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan
Athugasemdir