„Þetta er bara geðveikt. Fullkominn endir. Stóri sigurinn er þetta haf af Víkingum mætir á leiki og sameinar Víking aftur. Ég sagði við strákana fyrir leik að þetta er Víkingur Ólafsvík. Spila svona stóra leiki fyrir framan okkar fólk. Ég er hálf klökkur, fullkominn endir fyrir mig og ég er bara ótrúlega þakklátur.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víking Ólafsvíkur, eftir seinasta leikinn sinn með félaginu (í bili) í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins, sem þeir unnu.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 - 0 Tindastóll
„Ég vona að það sé hægt að nýta þennan meðbyr hérna núna og næsti maður Tomas fái þennan stuðning og meðbyr, koma Víking Ólafsvík upp og á eins háan stall og hægt er. Við náðum kannski ekki að koma upp úr deildinni. En við sáum hér hvar við viljum vera, þetta er stórt félag á íslenskan mælikvarða þannig séð. Vonandi er hægt að byggja á þessu strax á næsta tímabili.“
Ólsararnir æfðu á æfingasvæði ÍR í vikunni fyrir leikinn en Brynjar segir léttur að þeir hafi æft þessar aukaspyrnur Luis í Breiðholtinu.
„Tókum þetta í Mjóddinni í gær.“
Fyrsta mark leiksins hjá Luis Alberto var hreint út sagt ótrúlegt.
„Ég var eiginlega búinn að sjá þetta sem mark fjórum sekúndum áður en hann fer inn. Mér fannst þetta geðveikt sjónarhorn. Mikið flug og geðveik gleði þegar ég sjá hann í netinu.“
Stólar vildu tvisvar sinnum fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum, hvernig sá Brynjar þetta?
„Ég var að ræða við aðstoðarmanninn minn þegar fyrra skiptið gerðist. Mér fannst seinna skiptið ekki vera víti en miðað við viðbrögðin þeirra í fyrra voru þeir óheppnir að fá ekki víti þar.“
Viðtalið við Brynjar má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan
Athugasemdir