Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
banner
   fim 25. september 2025 21:27
Hafþór Örn Laursen
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Kvenaboltinn
Einar Guðnason, þjálfari Víkings.
Einar Guðnason, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. tapaði naumlega 3-2 gegn Þrótti R. í Laugardalnum. Einar kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn.

''Tilfinningin er hræðileg. Þetta var alveg ótrúlegt og hreint afrek að tapa þessum leik. Fyrir utan fyrstu 10 og seinustu 2 vorum við betra liðið á vellinum.''

''Það sem gerist hér í lokin, ég eiginlega veit ekki gengur á. Þær fá aukaspyrnu, frábær spyrna og frábær skalli hjá Kaylu. Ég veit nú ekki hvað gekk á í seinasta markinu, gjörsamlega með ólíkindum. En maður vinnur í þessu og maður tapar.''


Einari fannst liðið sitt spila heilt yfir vel í leiknum.

''Við stóðum okkur vel. Byrjuðum illa fyrsti 10 við vorum ekki að ná að skapa okkur almennileg færi í fyrri en í seinni hálfleik fannst mér við vera með leikinn algjörlega í höndunum. Komumst 2-1 yfir og þetta er klaufalegt hvernig við missum þetta niður. Byrjum kannski aðeins of snemma í einhverjum leikjum í hornfána. Ég þarf bara að horfa aftur á þetta til þess að sjá hvað var eiginlega í gangi þarna .''

''Maður var aldrei viss um að við skyldum vinna þetta en það var ekkert sem benti til þess að við myndum missa þetta niður fyrr en þær fá þessa aukaspyrnu. Kayla var helvíti sterk í loftinu og við vorum ekki nógu aggressíf í teignum. Svona gerist í fótbolta.''




Athugasemdir