Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Tekur við eftir að allir leikmennirnir neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
   lau 28. september 2019 17:00
Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn: Fannst dómararnir vorkenna Valsmönnum
Brynjar Björn þjálfari HK var ekki sáttur við Ívar Orra Kristjánsson dómara í dag.
Brynjar Björn þjálfari HK var ekki sáttur við Ívar Orra Kristjánsson dómara í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Heilt yfir fannst mér við spila vel og áttum fyrstu 2 - 3 færi í leiknum og 1 - 2 dauðafæri á þeim kafla. Í síðasta leik tímabilsins skiptir máli að ná fyrsta markinu og ekki sama pressa og í miðju móti. Munurinn var að þeir refsuðu okkur fyrir okkar mistök en við ekki öfugt," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir 2 - 0 tap gegn Val í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 HK

HK átti nokkuð auðvelt með að komast í gegnum vörn Valsliðsins í dag en eftir það lentu þeir á vegg því Hannes Þór Halldórsson var frábær í marki Vals.

„Við náðum að spila í gegnum alla og Hannes bjargaði þeim dag. við verðum að halda honum í formi fyrir landsleikina framundan. Það þarf að halda honum góðum og hjálpa Erik og Freysa aðeins," grínaðist Brynjar Björn.

„En að öllu gríni slepptu spilaði Hannes vel í dag og er góður markmaður."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan. Hann ræðir þar um atvik sem varð um miðjan seinni hálfleikinn þar sem Ívar Orri Kristjánsson dómari missti öll tök, gaf tveimur liðsstjórum HK rautt spjald en tók annað til baka.

„Það var tækling úti á vellinum sem mér fannst verðskulda eitthvað meira. Ég held að Þjóðólfur eða Gummi Júl hafi sagt eitthvað en dómarinn kemur yfir og spjaldar Þjóðólf. Svo leiðréttir fjórði dómari eða aðstoðardómarinn það og réttir spjaldið á Guðmund Júlíusson. Mér fannst dómararnir slakir og hafa léleg tök á leiknum. Spjölduðu okkur fyrir eitthvað sem Valur komst upp með. Þeir komust upp með nokkrar grófar tæklingar þar sem þeir eru seinir í boltann og leikur látinn halda áfram. Mér fannst þeir vorkenna Valsmönnum í dag og spiluðu inn á það."

„Það er gríðarlega pirrandi, mér er alveg sama hvort þetta er í maí eða lok september. Við erum búnir að undirbúa leikinn alla vikuna og erum klárir til að spila fótboltaleik í 90 mínútur en ég veit ekki hvort dóimararnir hafi séð það þannig."

Athugasemdir
banner
banner