„Mér líður frábæralega þetta var frábær sigur. Gegn góðu liði sem við töpuðum tvisvar fyrir á tímabilinu. Þetta var hefnd og það var gott að vinna.” Segir Patrick Pedersen sem skoraði þrennu í sigri Vals á Blikum.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 2 Breiðablik
Leikurinn var afar skemmtilegur og hefði getað farið báðum megin
„Þetta var skemmtilegur leikur að spila. Þetta var fram og til baka en við unnum og tryggðum annað sætið.”
Valsmenn lenda í öðru sæti á eftir Víkingur.
„Víkingar hafa verið magnaðir. Þeir hafa fengið svo mörg stig og aðeins tapað tvisvar. Það er erfitt að keppa við þetta. Við viljum vinna titilinn en annað sæti er í lagi.”
Patrick skoraði þrennu og klikkaði á punktinum.
„Það var gott að ná þriðja markinu eftir að hafa klikkað á punktinum. „Shit happens”.”
Patrick hefur verið drjúgur á tímabilinu eins og oft áður.
„Ég var meiddur fyrstu átta leikina. Kom til baka og líður frábærlega og finn ekkert til í hælnum. Það er gott að vera kominn til baka.
Viðtalið er í heild sinni að ofan.
Athugasemdir