Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. nóvember 2021 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bodö færist nær öðrum titlinum í röð - Margir sem komu inn á
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt eru með þriggja stiga forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Bodö gerði markalaust jafntefli við Rosenborg í dag. Hólmar Örn Eyjólfsson lék í vörn Rosenborg og Alfons lék í hægri bakverði hjá Bodö sem er nálægt því að vinna sinn annan meistaratitil í röð.

Bodö er með þriggja stiga forskot á Molde, sem er í öðru sæti. Molde 0-1 sigur á Brann í dag. Björn Bergmann Sigurðarson var ekki með Molde í leiknum. Bodö á eftir leiki gegn Brann og Mjöndalen.

Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn þegar Sandefjord vann 1-2 sigur gegn Haugesund. Viðar hefur átt frábært tímabil með Sandefjord, sem er í 11. sæti.

Bakvörðurinn Adam Örn Arnarson var ónotaður varamaður hjá Tromsö þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Stabæk. Tromsö gulltryggði sæti sitt í deildinni í dag.

Sextán ára skoraði fyrir Íslendingalið FCK
Skagamennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu báðir inn af bekknum þegar FC Kaupmannahöfn vann 1-3 útisigur gegn AaB frá Álaborg.

Það stærsta úr þeim leik er að hinn 16 ára gamli Roony Bardghji skoraði fyrir FCK. Hann spilaði sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og varð þá yngsti leikmaður sögunnar til að spila fyrir FCK, sem er í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Aron Elís Þrándarson spilaði allan leikinn á miðjunni hjá OB í sigri gegn Nordsjælland. OB er í níunda sætinu í efstu deild Danmerkur.

Þá byrjaði Kristófer Ingi Kristinsson fyrir SönderjyskE er liðið gerði jafntefli við Viborg á útivelli. Kristófer Ingi og félagar eru í næst neðsta sæti.

Í dönsku 1. deildinni voru tvö Íslendingalið í eldlínunni. Ísak Óli Ólafsson spilaði í 3-0 sigri Esbjerg gegn Nyköbing og byrjaði Aron Sigurðarson í sigri Horsens gegn Hobro. Ágúst Hlynsson var ekki í hóp hjá Horsens, sem er í fimmta sæti. Esbjerg er í áttunda sæti.

Albert kom inn af bekknum
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson byrjaði á bekknum hjá AZ Alkmaar er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Vitesse. Hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu.

AZ hefur ekki verið að gera nægilega vel á þessu tímabili og er liðið í 12. sæti sem stendur.

Andri Lucas fékk um hálftíma
Sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen spilaði um hálftíma þegar varalið Real Madrid tapað 1-0 fyrir Linares í spænsku C-deildinni. Andri byrjaði á bekknum og kom inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum.

Emil og félagar lögðu U23 lið Juventus
Margreyndi miðjumaðurinn Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn fyrir Virtus Verona í 0-1 sigri gegn U23 liði Juventus í C-deildinni á Ítalíu. Emil og félagar eru í tíunda sæti í sínum riðli.

Þeir sem voru ekki með
Willum Þór Willumsson var ekki í leikmannahópi BATE Borisov í 4-0 sigri gegn Vitebsk í Hvíta-Rússlandi.

Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson var á varamannabekknum hjá Olympiakos í 2-1 sigri gegn Volos í Grikklandi. Sverrir Ingi Ingason var á varamannabekknum hjá PAOK 0-1 tapi gegn Aris. Sverrir er að koma til baka eftir meiðsli.

Jón Guðni Fjóluson er frá vegna meiðsla og var ekki með Hammarby í markalausu jafntefli gegn Halmstad.

Þá er Hörður Björgvin Magnússon enn frá vegna meiðsla og var hann ekki með CSKA Moskvu í 0-2 tapi gegn Zenit í Rússlandi.

Sjá einnig:
Tveir ungir Íslendingar léku sinn fyrsta leik í efstu deild Svíþjóðar
Patrik hrint af liðsfélaga og rautt spjald fór á loft
Athugasemdir
banner
banner
banner