ÍR 1 - 1 Njarðvík (Njarðvík vann eftir vítakeppni)
0-1Magnús Þórir Matthíasson('58)
1-1 Óliver Elís Hlynsson('88)
Úrslitaleikur B-deildar Lengjubikarsins fór fram í kvöld en ÍR og Njarðvík áttust þá við á ÍR-velli. Leikar hófust klukkan 19:00.
ÍR hafði unnið alla leiki sína nema einn í keppninni hingað til en liðið tapaði 2-1 gegn Víkingi Ólafsvík þann 26. mars.
Liðið hafði annars unnið KH, Kára, Víði, KFS og síðast Þrótt Reykjavík 3-0 til að komast í úrslitaleikinn.
Njarðvík var ósigrað í keppninni fyrir leikinn og hafði unnið alla leiki sína sannfærandi fyrir utan mögulega leik við Völsung þann 2. apríl sem endaði með 2-0 sigri í undanúrslitum.
Það þurfti vítaspyrnukeppni til að ráða úrslitum í kvöld en venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli.
Magnús Þórir Matthíasson gerði markið fyrir Njarðvík í leiknum og jafnaði Óliver Elís Hlynsson seint fyrir ÍR en mark hans má sjá í spilaranum.