Srdjan Tufegdzic, Túfa, var að vonum vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn ÍBV í Pepsi deild karla í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 1 KA
Túfa segir að það séu mikil vonbrigði að tapa þessum leik eftir gríðarlega góðar fimm, sex vikur hjá KA-mönnum.
„Mikil vonbrigði að tapa svona leik eftir fimm, sex vikur. Við vorum bara á mjög góðu run-i og vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik, vildum bara koma og sækja þrjú stig hérna líka," sagði Túfa eftir leikinn.
„Mest svekkjandi að fá mark strax á sig eftir að þú ert búinn að skora og komast yfir. Í staðinn fyrir að halda þessu í nokkrar mínútur áfram og þá er þetta allt annar leikur."
Guðmann Þórisson fór meiddur útaf á 36. mínútu leiksins. Túfa átti þó eftir að meta stöðuna á honum.
„Ég get ekkert sagt neitt meira, ég verð að fara að ræða við hann og sjúkraþjálfara og sjá hvernig staðan er," sagði Túfa.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
























