Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 29. september 2020 19:13
Sverrir Örn Einarsson
Frans: Gerðum ákveðnar breytingar í seinni hálfleik
Lengjudeildin
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er helvíti góð. Við byrjuðum ekkert svakalega vel en gerðum ákveðnar breytingar í seinni hálfleik sem að og þá gengum við frá leiknum svona nokkuð þægilega fannst mér.“ Sagði Frans Elvarsson fyrirliði Keflavíkur um tilfinninguna eftir 3-1 sigur Keflavíkur á ÍBV á Nettóvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍBV

Keflvíkingar náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og gekk illa að halda boltanum á köflum ásamt því að sendingar voru ekki að skila sér rétta leið.

„Það var ein sending sem fór frekar illa útaf hjá mér. En við lögðum áherslu á ákveðin atriði sem við löguðum og gerðum ákveðnar breytingar sem að skiluðu okkur þessum þremur stigum.“

Keflavík missti mann af velli þegar Ari Steinn Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 78.mínútu. Það virtist þó lítil áhrif hafa á Keflavíkurliðið sem spilaði af yfirvegun og aga og sigldi 3 stigum í hús.

„Þetta var í rauninni þægilegt eftir að við misstum mann af velli. Við fórum niður í skotgrafirnar og héldum bara út.“

Frans var meðal markaskorara í dag en hann gerði þriðja og síðasta mark Keflavíkur úr vítaspyrnu á 64. mínútu leiksins. Joey Gibbs hafði fyrr í leiknum misotað vítaspyrnu og því klúðrar tveimur vítaspyrnum í röð. Fær Gibbs nokkuð að taka fleiri víti?

„Jú jú hann tekur vítin í næsta leik.“

Sagði glaðbeittur Frans að lokum en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner