Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   þri 29. september 2020 19:13
Sverrir Örn Einarsson
Frans: Gerðum ákveðnar breytingar í seinni hálfleik
Lengjudeildin
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er helvíti góð. Við byrjuðum ekkert svakalega vel en gerðum ákveðnar breytingar í seinni hálfleik sem að og þá gengum við frá leiknum svona nokkuð þægilega fannst mér.“ Sagði Frans Elvarsson fyrirliði Keflavíkur um tilfinninguna eftir 3-1 sigur Keflavíkur á ÍBV á Nettóvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍBV

Keflvíkingar náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og gekk illa að halda boltanum á köflum ásamt því að sendingar voru ekki að skila sér rétta leið.

„Það var ein sending sem fór frekar illa útaf hjá mér. En við lögðum áherslu á ákveðin atriði sem við löguðum og gerðum ákveðnar breytingar sem að skiluðu okkur þessum þremur stigum.“

Keflavík missti mann af velli þegar Ari Steinn Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 78.mínútu. Það virtist þó lítil áhrif hafa á Keflavíkurliðið sem spilaði af yfirvegun og aga og sigldi 3 stigum í hús.

„Þetta var í rauninni þægilegt eftir að við misstum mann af velli. Við fórum niður í skotgrafirnar og héldum bara út.“

Frans var meðal markaskorara í dag en hann gerði þriðja og síðasta mark Keflavíkur úr vítaspyrnu á 64. mínútu leiksins. Joey Gibbs hafði fyrr í leiknum misotað vítaspyrnu og því klúðrar tveimur vítaspyrnum í röð. Fær Gibbs nokkuð að taka fleiri víti?

„Jú jú hann tekur vítin í næsta leik.“

Sagði glaðbeittur Frans að lokum en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner