Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 29. september 2020 19:13
Sverrir Örn Einarsson
Frans: Gerðum ákveðnar breytingar í seinni hálfleik
Lengjudeildin
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er helvíti góð. Við byrjuðum ekkert svakalega vel en gerðum ákveðnar breytingar í seinni hálfleik sem að og þá gengum við frá leiknum svona nokkuð þægilega fannst mér.“ Sagði Frans Elvarsson fyrirliði Keflavíkur um tilfinninguna eftir 3-1 sigur Keflavíkur á ÍBV á Nettóvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍBV

Keflvíkingar náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og gekk illa að halda boltanum á köflum ásamt því að sendingar voru ekki að skila sér rétta leið.

„Það var ein sending sem fór frekar illa útaf hjá mér. En við lögðum áherslu á ákveðin atriði sem við löguðum og gerðum ákveðnar breytingar sem að skiluðu okkur þessum þremur stigum.“

Keflavík missti mann af velli þegar Ari Steinn Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 78.mínútu. Það virtist þó lítil áhrif hafa á Keflavíkurliðið sem spilaði af yfirvegun og aga og sigldi 3 stigum í hús.

„Þetta var í rauninni þægilegt eftir að við misstum mann af velli. Við fórum niður í skotgrafirnar og héldum bara út.“

Frans var meðal markaskorara í dag en hann gerði þriðja og síðasta mark Keflavíkur úr vítaspyrnu á 64. mínútu leiksins. Joey Gibbs hafði fyrr í leiknum misotað vítaspyrnu og því klúðrar tveimur vítaspyrnum í röð. Fær Gibbs nokkuð að taka fleiri víti?

„Jú jú hann tekur vítin í næsta leik.“

Sagði glaðbeittur Frans að lokum en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner